Eimreiðin - 01.09.1911, Síða 63
219
móti þéssu niðurlagsatriöi: »Sjálfsagt yrði hver íslendingur að
heimta, að þjóð hans væri álitin sérstakt þjóðfélag, en enginn
mentaður maður neitaði því nú, og eins hefði stjórnin, einkum á
seinni árum, margoft viðurkent það. . . . f’jóðerni voru væri í
engu misboðið, þó að vér héldum þeim málum, er vér höfum nú
sameiginleg við Dani auk konungs. . . . Menn gætu jafnvel sagt,
að það væri töluverður hagur fyrir Island, að hafa þessi mál sam-
eiginleg við Dani, því með eigin kröftum mundum vér eigi geta
komið miklu eða nokkru til leiðar í þessum efnum«. Aftur voru
aðrir mjög meðmæltir þessu atriði: »Vér mundum, sögðu þeir,
eigi þurfa hjálpar Dana eður annarra sambandsþjóða með. Allur
heimur væri nú svo siðaður, að enginn mundi ráðast á vopnlausa
þjóð; það fengist aldrei full viðurkenning á því, að vér erum sér-
stakt þjóðfélag, ef vér hefðum samband við aðra þjóð um annað
en konung, og yrði ekki ákvörðun hér um tekin inn í stjórnarskrá
vora, fengjum vér eigi jafnrétti við Dani«. (Víkv. I, 32).
Niðurstaðan varð sú, að 1. niðurlagsatriðið var samþykt með
24 : 7 atkv., en hin öll í einu hljóði. Síðan var kosin 3 manna
nefnd, til að færa konungi bænarskrá fundarins, og í hana kosnir:
Jón Sigurðsson, Jón Guðmundsson og Tryggvi Gunnarsson. En
þá kom þetta fyrir:
»Jón Sigurðsson lýsti því þegar yfir, að hann gæti sjálfsagt
eigi flutt þá bænarskrá fram fyrir hans hátign konunginn, er færi
fram á það, er hann hefði mótmælt. Og þegar einstakir fundar-
menn sögðu, að þeir með kosningunni hefðu viljað sýna Jóni það
traust og þá virðingu, er þeir bæru fyrir honum, taldi hann á þá
fyrir það, að þeir hefðu getað haldið hann svo óstöðugan og hvik-
lyndan, að hann nú vildi fylgja því fram, sem hann nýlega hefði
mótmælt. Pað væri skylda hvers manns, jafnan að fylgja sann-
færingu sinni, og það væri lítið traust til manns, aö halda, að
hann mundi bregða út af því. Hefði fundurinn haft traust á sér,
þá hefði hann aðhylst tillögur sínar«. (Víkv. I, 33).
Niðurstaðan varð á endanum sú, að alþingi tók ekki kröfuna
um persónusamband til greina (sbr. And. I, 97), og úr sendiför-
inni til konungs varð ekkert.
Tegar á þetta er litið, er víst tæplega hægt að halda því
fram, að Jón Sigurðsson hafi verið persónusambandi meðmæltur.
Og eftirtektarvert er það, að hann í andmælum sínum álítur, að
sú krafa mundi leiða beint til algerðs skilnaðar við Dani, eins og