Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 63

Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 63
219 móti þéssu niðurlagsatriöi: »Sjálfsagt yrði hver íslendingur að heimta, að þjóð hans væri álitin sérstakt þjóðfélag, en enginn mentaður maður neitaði því nú, og eins hefði stjórnin, einkum á seinni árum, margoft viðurkent það. . . . f’jóðerni voru væri í engu misboðið, þó að vér héldum þeim málum, er vér höfum nú sameiginleg við Dani auk konungs. . . . Menn gætu jafnvel sagt, að það væri töluverður hagur fyrir Island, að hafa þessi mál sam- eiginleg við Dani, því með eigin kröftum mundum vér eigi geta komið miklu eða nokkru til leiðar í þessum efnum«. Aftur voru aðrir mjög meðmæltir þessu atriði: »Vér mundum, sögðu þeir, eigi þurfa hjálpar Dana eður annarra sambandsþjóða með. Allur heimur væri nú svo siðaður, að enginn mundi ráðast á vopnlausa þjóð; það fengist aldrei full viðurkenning á því, að vér erum sér- stakt þjóðfélag, ef vér hefðum samband við aðra þjóð um annað en konung, og yrði ekki ákvörðun hér um tekin inn í stjórnarskrá vora, fengjum vér eigi jafnrétti við Dani«. (Víkv. I, 32). Niðurstaðan varð sú, að 1. niðurlagsatriðið var samþykt með 24 : 7 atkv., en hin öll í einu hljóði. Síðan var kosin 3 manna nefnd, til að færa konungi bænarskrá fundarins, og í hana kosnir: Jón Sigurðsson, Jón Guðmundsson og Tryggvi Gunnarsson. En þá kom þetta fyrir: »Jón Sigurðsson lýsti því þegar yfir, að hann gæti sjálfsagt eigi flutt þá bænarskrá fram fyrir hans hátign konunginn, er færi fram á það, er hann hefði mótmælt. Og þegar einstakir fundar- menn sögðu, að þeir með kosningunni hefðu viljað sýna Jóni það traust og þá virðingu, er þeir bæru fyrir honum, taldi hann á þá fyrir það, að þeir hefðu getað haldið hann svo óstöðugan og hvik- lyndan, að hann nú vildi fylgja því fram, sem hann nýlega hefði mótmælt. Pað væri skylda hvers manns, jafnan að fylgja sann- færingu sinni, og það væri lítið traust til manns, aö halda, að hann mundi bregða út af því. Hefði fundurinn haft traust á sér, þá hefði hann aðhylst tillögur sínar«. (Víkv. I, 33). Niðurstaðan varð á endanum sú, að alþingi tók ekki kröfuna um persónusamband til greina (sbr. And. I, 97), og úr sendiför- inni til konungs varð ekkert. Tegar á þetta er litið, er víst tæplega hægt að halda því fram, að Jón Sigurðsson hafi verið persónusambandi meðmæltur. Og eftirtektarvert er það, að hann í andmælum sínum álítur, að sú krafa mundi leiða beint til algerðs skilnaðar við Dani, eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.