Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 74

Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 74
230 Legst ég nú við lækjarstraum, ljóðar niður blíðu kveini, mosavöxnum studdur steini, heyri eg suðu í sælum draum; — sé í bjartan Álfhól inn, augum þegar lyk ég mínum, hug minn ber á bárum sínum ljúfi, kæri lækurinn. Og ekki getur náttúrudýrðin í útlöndum, meðan hann dvelur þar, komið honum til að gleyma íslenzku náttúrunni. Hún hefir brent sig svo inn í hug hans og hjarta, að hann getur lýst henni jafnsnjalt, þó hann hafi hana ekki fyrir augunum, heldur aðeins í minningunni Hana þráir hann sf og æ, og í hennar skauti vill hann lifa og deyja: Man ég grænar grundir, glitrar silungsá, þlómabökkum undir brunar fram að sjá. Bændabýlin þekku bjóða vina til, hátt und hlíðarbrekku hvít með stofu-þil. Fossar falla í giljum, freyðir kolblá röst, laxar leika í hyljum létt með sporða-köst. Silfurgliti sauma smaragðslita hlíð kaldra krystals-strauma kvíslir vors á tíð. Fram með fjarðar-síðum fyrðar róa á mið. fjármenn hóa í hlíðum, hljómar bergmál við. Út um dal með degi dratta kýr á beit, hnarreist hross á teigi halda leika um sveit. Léttfætt lömbin þekku leika mæðrum hjá, sæll úr sólskinsbrekku smalinn horfir á Kveður lóu kliður, kyrlát unir hjörð. Inndæll er þinn friður, ó, mfn fósturjörð! Kærsta sjón, er sá ég, sýndi móður-storð; brjóst, er barn við lá ég, blessa sonar orð. Ei má eðli hagga, er það drottins gjöf, þar sem var mín vagga, vil ég hljóta gröf. Heima er hægt að þreyja, hvíld þar sál mín fær, þar mun þægt að deyja þýðum vinum nær. Ljúft er þar að Ijúka lífsins sæld og þraut, við hið milda, mjúka móðurjarðar skaut. Þó að Steingrímur hafi kveðið um allar árstíðirnar, þá eru það þó einkum tvær af þeim, sem hann elskar mest, og hefir kveðið fegurst um: vorii og haustib. Allir kannast við »Vorhvöt«, þar sem hann lætur vorgyðjuna svífa úr suðrænum geim á breiðum sólgeisla-vængjum heim til íslands, til þess að kveða þar í gróandi dal við gullskæra hörpunnar strengi um þjóðvorið fagra. f*að er þó aðallega ættjarðarkvæði, en vorinu sjálfu lýsir hann í kvæðinu »Brúðsöngur vorsins«, og er sú lýs- ing svo fögur, að vér getum ekki stilt oss um að tilfæra alt kvæðið, enda má þar ekkert missa sig: Þá und vorhimins baðrn breiðir foldin sinn faðm, sem að faldinn er ljósgrænum hjúpi, þá er árdagur skær, þá er aftaninn vær. þá er unun í hjartnanna djúpi. Ó, þú elskunnar tíð, þegar almóðir þýð helgast ástum á frjósemdar beði, þegar barnanna hljóð verða blíðsöngva ljóð yfir brúðfarar hátíða gleði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.