Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Síða 17

Eimreiðin - 01.09.1913, Síða 17
169 svip og haldið fram þeirri skoðun, að hverjum manni megi standa á sama, þótt hann eigi engan tiltekinn föður, ef hann getur notið gæða lífsins. — Stórþjóðirnar eiga fæðingarstofnanir, þar sem faðernin hverfa eins og plógfar í sjónum. En ekki kjósum vér að eiga þar fæðingarsveit. Tilfinningar vorar ’rísa upp og krefjast þess, að móðir okkar geti feðrað barn sitt. Alheimsborgarinn unir því, ef til vill, að veröldin sé ein flatsæng, þar sem allra sveita kvikindi fallast í faðma og skapa sveitfesti ungu kynslóðarinnar. En vér snúum bakinu við þeirri nýlendu og kjósum heldur að fara á íslenzkan hrepp, — þó að hann sé ekki fyrirheitna landið. Pjóðerni og móðerni eru keimlík orð og náskyld. Vér elskum þau og vér finnum hjartsláttinn í brjóstum vorum, þegar vér óttumst um framtíð þeirra hugmynda, sem eiga rætur sínar, eða undirstöðu, í móðurmoldinni. Af því vér elskum móður vora, viljum vér vera vissir um faðernið. Pví að eins er sæmd hennar fullkomin. Ef mér byðist barnfóstur, mundi ég þiggja það — ef ég væri örbjarga maður og ef ég tryði fóstra og fóstru fyrir barninu, betur en sjálfum mér. En þótt ég léti barnið af hendi, mundi ég ekki láta laust faðernið. Eg mundi vilja heita faðir barnsins, eins og ég vil heita og vera sonur föður míns. Þetta eru þau gæði, sem ég vil ekki selja né gera að verzlunarvöru. Auðvitað er þetta atriði tilfinningamál. En þær tilfinningar eiga það Helgafell yfir höfði sér, með fullum rétti, sem þær leyfa engum manni að líta til — óþvegnum. Pessar tilfinningar eru svo gerðar, að þær vilja hvergi krjúpa á kné, á hinum miklu augnablikum lífsins, nema á móðurmold- inni. Pær tilfinningar eiga að vera friðhelgar. þeir menn, sem bera þær í brjósti, geta ekki sætt sig við það, að feðratungan falli í gleymsku. þeir þverneita því, að faðirvorið sé lesið yfir þeim á útlendu máli, og aftaka að liggja undir þeirri mold, sem kastað er á þá með erlendum formála. Eyland minninganna. Eftir JOHAN BOJER. Fimm gamlir munkar bjuggu einir sér úti í lítilli eyju. Oðrum megin var ekkert að sjá nema endalaust hafið, sem nam við 12

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.