Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 19

Eimreiðin - 01.09.1913, Blaðsíða 19
perla á talnabandi mínu tákna konu, sem á sér helga minning í hjarta mínu, en ekki bæn til neins dýrlings.« Hinir urðu óðar á- sáttir um að gjöra hið sama, og daginn eftir kom það í ljós, að sá elzti hafði 5 perlur á talnabandi sínu, einn hafði þrjár og ann- ar 2, en sá yngsti, sem raunar var yfir sextugt, hafði aðeins eina einustu perlu. Nú hófst nýr þáttur í lífi þeirra; þeir skiftu tímanum til vinnu, máltíða og hvíldar. En á kvöldin sátu þeir oft fyrir framan eld- inn á arninum og skeggræddu. Auk nauðsynjavinnunnar að jarð- ræktinni hafði hver þeirra sitt áhugaefni að stunda; sá elzti hafði búið til dálítinn aldingarð, annar rannsakaði skeljar og sæjurtir í fjörunni, þriðji stundaði dráttlist, fjórði safnaði fágætum steinum, og sá fimti sökti sér niður í bóklestur. Á kveldin fræddu þeir hver annan og fundu þá, hvernig þeir öðluðust æ nýjan og betri skiln- ing á öllum dásemdum lífsins. Fjórir þeir elztu áttu sér steinölturu í kirkjunni, og þar báð- ust þeir fyrir á hverjum degi. Sá yngsti fór aftur jafnan upp í kirkjuturninn til að biðjast þar fyrir, og þótti hinum það kynlegt undir niðri, en enginn þeirra vildi þó spyrja hann, hvers vegna hann gerði það. Bænagjörð þeirra var fólgin í þakkargjörð — fyrir að þeir lifðu og fyrir að sólin hafði lýst þeim og hafið hafði sungið fyrir þá þann dag eins og alla aðra daga, fyrir að loftið var heilnæmt að anda því að sér og skýin ætíð fögur undir sólarlagið; og þeir söktu sér niður í endurminningarnar um alt hið unaðslega, sem þeir höfðu öðlast á lífsleiðinni og þökkuðu einnig fyrir það. En einkum og sérílagi knéfellu þeir og þökkuðu guði fyrir það, að kærleikurinn var í heiminn kominn og fyrir, að stjörnurnar voru settar til að lýsa honum á nóttum, blómin til að ilma fyrir hann á daginn, fagrar konur til að bera hann fram í gullnum skálum, ungir menn til að teiga hann og verða hugfangnir af honum, og öldungar til að blessa minningu hans. Allir höfðu þeir mætt sorgum og mótlæti, en nú fanst þeim alt þessháttar ekki vera annað en dimma sú, sem nauðsynleg er til þess, að ljós geti borið birtu, og þessvegna skoðuðu þeir sínar unaðsríku endurminningar eins og logandi ljós, sem þeir gættu með hinni mestu nákvæmni, af því það lýsti þeim á elliárunum. Beim kom ásamt um, að nefna sig »Bræðrafjelag bjartra endurminninga*. En það, sem hver fyrir sig hafði reynt á lífsleið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.