Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Qupperneq 20

Eimreiðin - 01.09.1913, Qupperneq 20
172 inni, hvaðan þeir voru og hvað þeir höfðu áður verið —, það kom þeim orðalaust ásamt um að geyma í fylgsnum hjarta síns. Svona höfðu þeir dvalið samvistum árum saman, þegar sá elzti þeirra, Jóhannes að nafni, sagði einhverju sinni við hina: »Kæru vinir mínir, þið verðið að lofa mér því, að láta ekki það, sem ég nú ætla að segja, fá á ykkur, fyrst ég sjálfur, sem það þó varðar mestu, er öldungis rólegur. En nú er stundin komin, er ég hlýt að kveðja ykkur. í nótt fékk ég dálítið kast — hann lagði höndina á hjartað — og af því það er gamall sjúkleiki, sem nú tekur sig upp aftur, þá er auðsætt, hvernig fara muni. Ég er nú yfir áttrætt, svo ég þarf sannarlega ekki að kvarta yfir að deyja fyrir örlög fram. En nú langar mig til, vinir mínir, að biðja ykkur bónar. Ef þið viljið hughreysta mig ofurlítið síðustu stund- ir mínar, þá vildi ég biðja ykkur að segja mér, hver í sínu lagi, frá einni af ykkar björtu endurminningum, sem þið nú dýrkið og hlúið að í hugum ykkar — en helzt af öllu um eina perluna á talnabandinu ykkar. I eyrum mér mun það hljóma sem hinn síð- asti lofsöngur um heiminn og dásemdir hans, og sem lofsöngur til þeirrar forsjónar, sem hefur gjört oss æfidaga vora svo ljúfa og hugðnæma. Viljið þið gera þetta?« Bræðurnir voru fúsir á þetta, en vonuðu þó, að Jóhannesi skjátlaðist, og að hann mætti enn lengi lifa hjá þeim. En morg- uninn eftir gat gamli maðurinn ekki farið á fætur og um daginn fékk hann köst við og við, svo bræðrunum kom saman um, að vera á fótum og vaka yfir honum um nóttina. Um miðnæturbilið settist sjúklingurinn upp í rúmi. sínu og sagði brosandi: »Mér finst eiginlega ég vera allvel styrkur enn þá, og þó er ég viss um, að ég fæ ekki framar að sjá blessaða sólina koma upp. En það segi ég ykkur satt, vinir mínir, að aldrei hefur mér virzt lífið jafn-yndisfagurt og nú, þegar ég lít yfir liðna æfi, til að kveðja það í hinzta sinn.« Litlu síðar mælti hann: »Eg hef gróðursett dálítinn blóm- garð hér við húsið okkar, og ég vona, að þið passið blómin mín, svo þau deyi ekki, þó ég falli frá. En ætti ég þá ekki líka að trúa ykkur fyrir einni unaðsríkri endurminning, svo að alt það, sem býr í sálu minni, hverfi ykkur ekki sjónum ásamt sjálfum mér? En í mínum augum er þetta engu óhelgari athöfn en synda- játning og altarisganga, og því bið ég ykkur að kveikja tvö ljós og setja þau hérna við höfðalagið mitt.«
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.