Eimreiðin - 01.09.1913, Síða 29
181
unga stúlkan var að útliti, en nú greip mig áköf löngun til að fá
hana inn til mín og biÖjast fyrir ásamt henni, hughreysta hana,
ef [hún væri sorgbitin, gráta með henni, setja hana á kné mér
og láta vel að henni. Eg heyrði hljóðlegar hreyfingar í nágranna-
klefunum, þar sem hinar nunnurnar sváfu, og andardráttur þeirra
og marrið í rúmunum, þegar þær hreyfðu sig, ollu mér hinnar
mestu geðshræringar. Eg held, að mér hafi runnið í brjóst sem
snöggvast, og sá ég, mér til mikillar gleði, að hurðin opnaðist og
að nunna sú, er hvíluna átti, kom inn. Hún kom þangað, sem ég
lá, og laut niður að mér, til að kyssa mig. En í því bili vaknaði
ég, og mér sjálfum til mestu undrunar, var ég fullur örvæntingar
yfir því, að þetta hafði ekki verið nema draumur.
En nú heyrði ég greinilega, að einhver hreyfði sig í næsta
klefa; ég heyrði, að stigið var létt með berum fótum á gólfið.
Rétt á eftir heyrði ég, að einhver baðst fyrir og andvarpaði hljóð-
jega. Mig langaði til að fara þangað inn og hughreysta, hver sem
það væri, en þorði það ekki. Loks heyrði ég, að opnuð var hurð
út að ganginum, og enginn getur útmálað geðshræring mína, þeg-
ar ég heyrði fótatakið nálgast mínar dyr. Að vörmu spori var
klappað ofurlétt á dyrnar, og þessi stuttu, léttu högg gengu eins
og hnífstungur í gegnum hjartað í mér. Eg reis á fætur, vafði
um mig ábreiðu og opnaði dyrnar. Uti fyrir stóð önnur stúlkan
úr bátnum, og nú var það enginn araumur. Undurlágt sagði hún:
»Ég. . . ég ætlaði bara að spyrja, hvort þér vilduð ekki ábreiðu í
viðbót.« Ég ætlaði að svara »jú«, en varir mínar urðu fyrri til
en sjálfur ég, og tæptu fram: »Komdu inn!« og það þó sál mín
væri óttaslegin.
Og eitt augnablik stóð hún þarna og starði á mig, en sté
svo öðrum fætinum fram, síðan hinum, undurlétt, svo undurlétt.
Hafið þið tekið eftir, hvernig ung og óspilt stúlka kemur inn úr
dyrunum á herbergi ungs manns? Éað er eins og hún gangi í
sjálfa sig — verði svipur einn —, hún svífur inn eins og andblær
og hurðin lykst á hæla henni, næstum sjálfkrafa. Andlitinu snýr
hún undan, og hún titrar af ótta og fögnuði. Ég tók báðum
höndum um andlitið á henni og sagði: »Líður þér illa?« »Já«
andvarpaði hún og hné niður við fætur mér.
Tíminn leið, og ekkert algleymi jafnast á við það, er ótti og
samvizkukvöl blandast við hinn æðsta unað. Við grétum bæði af
angist, en fögnuðum þó um leið; og þó að væri niðdimm nótt.