Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Qupperneq 36

Eimreiðin - 01.09.1913, Qupperneq 36
188 væri eigi fyrir hana goldin? En nú, í elli minni, blessa ég minning hennar daglega, og oft finst mér, við ferðast um saman eins og áður; ég ber pokann hennar og hún þakkar mér fyrir það og er góð við mig. Mætti ég kjósa mér Paradísarsælu eftir dauðann, þá vildi ég aftur flýja með Zebaídu, aftur ferðast yfir fjöll og firnindi með henni, og að nýju verða ungur í faðmi hennar. Svo var hún yndisleg, að engar raunir hafa síðan megnað að gjöra mig bölsýnan. Og meira að segja nú, þegar eldurinn er úr æðum mínum, þá verður minning hennar mér að uppsprettu ljóss og hita, sem hýrgar og vermir ellina.« í*á er Benedikt hafði lokið sögu sinni, sátu bræðurnir um hríð og horfðu þögulir út í bláinn. Sjúklingurinn lá kyr með aftur augun og handlék talnabandið sit. Loks leit hann upp og horfði á Benedikt með gleðibros á .vörum. En að vörmu spori settist hann á ný upp stynjandi. I þetta skifti stóð kastið lengi yfir, og þegar það loks var liðið frá, lagðist hann niður fölur og magnlaus. Nú var Marteinn einn eftir að segja frá, og hann þóttist vita, að sjúklingurinn væri ekki fær um að hlusta á meira; hann stóð því upp og fór út', til að loka hurð, er stormurinn hafði opnað. Úti var ofsarok og saltýrurnar úr sjónum lömdust framan í hann; hann gat varla haldið sér uppréttum fyrir veðrinu. I myrkr- inu grilti í brimlöðrið, sem brotnaði á klettunum og dunur og dynkir heyrðust bæði fjær og nær. En þegar hann kom inn, sögðu hinir: »Jóhannes var að spyrja eftir þér. Hann langar til að heyra sögu þína, áður en það er um seinan.« Marteinn settist þá hjá þeim, tók talnabandið sitt, en á því var aðeins ein einasta perla, og bjó sig til að hefja söguna. VI »Vinir mínir! Pið hafið allir sagt frá ungum stúlkum, sem þið elskuðuð, af því þær voru fallegar. Stúlkan, sem ég ætla að segja ykkur frá, var í fyrstu bæði veik og ófríð, en hún varð frísk og falleg, af því hún var elskuð. Ó, að ég vissi núna, hvar hún er; en ef til vill frétti ég bráðum til hennar. Enginn veit, hvað fyrir kann að koma; og ennþá er ég eiginlega ungur, ekki nema á sjötugs aldri. Faðir minn var frægur læknir í borg einni við strendur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.