Eimreiðin - 01.09.1913, Síða 40
192
Og var það ekki furðulegt kvöldið það? Kirkjuklukkan sl6
ellefu í þessu. Pið kannist við hálfbjörtu næturnar á Norður-
löndum. Eg eygði trén í garðinum í gegnum bláleita móðu, en
enn þá voru stór, eldrauð ský hátt á lofti, og endurspegluðust
eins og logandi eldur í húsgluggunum. Alt var að komast í kyrð,
hurðum var hrundið aftur, lyklum var snúið í lásunum, og langt
í burtu heyrðist gjammið í hundi, sem vildi fá að komast inn
fyrir nóttina. Enn þá stendur mér fyrir hugskotssjónum, hvernig
næturfiðrildin svifu fram og aftur yfir grasflötunum í garðinum,
og hvernig döggin safnaðist á blómin, svo þau beygðúst niður á
við undan þunga hennar á þessari björtu, hlýju sumarnótt.
Klukkan sló tólf, og ég stóð á bak við runn og starði heim
að húsinu, veikur af geðshræringu. Skyldi hún nú opna glugga
og tala ofurlítið við mig í hálfum hljóðum? En enginn gluggi var
opnaður, og ég var orðinn ráðinn í því, að fara heim aftur; en
þá heyrði ég alt í einu fótatak í garðinum, og það nálgaðist. fið-
haldið líklega, að ég hafi hlaupið í felur eða flúið, af ótta fyrir
að koma upp um mig. Ónei. Einhver rödd í hjarta mínu sagði:
»Varenka!« Og vissi ég ekki! þarna var grein vikið til hliðar, og
þar stendur hún með sjal á herðunum og litast um eftir mér.
Eg stóð sem steini lostinn, — þið haldið líklega að það hafi
verið af því, að hún kom gangandi fullum fetum? En því fór
fjarri; hvenær hefur það heyrst, að ástfanginn maður hafi nokkru
sinni orðið hissa á nokkrum sköpuðum hlut? Eg stóð kyr í sömu
sporum, af því ég hafði aldrei séð hana eins fallega og hún var
nú. Og nú kemur hún auga á mig, hún kemur til mín með fram-
réttar hendur, og ég tók hana mér í faðm, og bar hana dálítið
umkring, setti hana svo niður í grasið, en tók hana bráðlega
upp aftur, til að setja hana niður á ýmsum öðrum stöðum. Eg^
held ég hafi nokkrum sinnum sagt: Varenka, og hún hélt um
hálsinn á mér, og hvíslaði nafnið mitt öðruhvoru. En loksins tók
hún báðum höndum um höfuð mér, hélt því dálítið frá sér, brosti
framan í mig og sagði: »Eakka þér fyrir, að þú hefur læknað
mig!« Og ég var svo frá mér numinn, að ég spurði: »Hvað þá,.
hefurðu verið veik?« »Ertu frá þér?« sagði hún. »Sástu ekki aö
ég gat gengið? Eað var í fyrsta sinn, og hugsaðu þér, að ég þá_
skyldi fá að koma til þín.«
Mér finst ég muna eftir, að ég hafi borið hana um garðinn,.
og að við bæði gleymdum, hvað við ætluðum að segja hvort