Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Page 43

Eimreiðin - 01.09.1913, Page 43
!95 hún hefur ekki breýzt mikið síðan nóttina í garðinum forðum. Og þegar brúðkaupsdagurinn okkar rennur upp, þá verðið þið að vera viðstaddir, vinir mínir, svo þið getið sjálfir séð, hve brúðurin er yndisfögur. Ef til vill kemur hún á morgun, ef til vill líður dálítið lengra enn. Eg skygnist eftir henni á hverj- um degi úr turninum mínum.« Að lítilli stundu liðinni rétti sjúklingurinn fram hendina, og brosti með tárin í augunum. Marteinn tók í hendina á honum, og sjúklingurinn þrýsti innilega hönd hans og slepti henni ekki aftur. Svona höfðu bræðurnir setið góða stund, þá rauf Gregóríus alt í einu kyrðina, stóð á fætur og strauk sér um ennið. Rétt á eftir sagði hann í hálfum hljóðum: »Eg hlýt að hafa sofnað sem snöggvast. Mér fanst skari hvítklæddra kvenna svífa hingað inn og fara með hann Jóhannes út aftur.« Benedikt tók þá ljós og bar að andlitinu á sjúklingnum, og rétt á eftir sagði hann lágt: »þér hefur ekki missýnst. — Hann Jóhannes er ekki lengur vor á meðal.« B. Þ. BLÖNDAL þýddi. Alþyðukveðskapur á Norðurlandi á 19. öldinni. Einkum gletnistökur og skopvísur. (Erindi flutt í stúdentafél. á Akureyri í jan. 1913). Eftir MATTHÍAS JOCHUMSSON. Pað er mikill skaði, að þjóð vor skuli vera jafnsnauð og hún er af héraða og sveitasögum. Pað er kynlegt, þar sem hún að fornu var svo fræg fyrir fróðleik og sögur. Annað er og eftir- tektarvert, að þótt flestar beztu sögur vorar séu upprunnar úr Vestfirðingafjórðungi og af Suðurlandi, hefur í engum af fjórð- ungum landsins að fornu og nýju verið fjörmeira héraða og sveitalíf en á Norðurlandi. Veldur því eflaust hreinna loftslag og hollari landshættir yfirleitt, minni vot- og hrakviðri, en meira sól- skin á sumrum og meira hjarn á vetrum, svo og mataræði heil-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.