Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1913, Qupperneq 68

Eimreiðin - 01.09.1913, Qupperneq 68
220 orðum höf., sem hann sjálfur alls ekki mundi vilja kannast við. Ég hef. t. d. þekt ýmsar eftirhermur, og verð að segja, að fæstar þeirra hafa skarað fram úr þeim, sem ekki gátu hermt eftir, í því að skilja sálarlíf og tilfinningar annarra. En ef kenning höf. væri fylgt út í yztu æsar, ættu eftirhermurnar að vera heimsins beztu mannþekkjarar. En slík fjarstæða er auðvitað ekki meining höf. Yfir höfuð virðist mér það næstum óskiljanlegt, að höf., sem þó er lærisveinn Bergsons, og dáist mjög að honum, skuli ekki hafa athugað kenning sína í ljósi framþróunarkenningar lærimeistara síns. Þá mundi höf. t. d. hafa rannsakað nánar, hvernig á því stendur, að menn á lágu menningar- stigi, eins og t. d. Lapplendingar, taka ósjálfrátt á sig meira eða minna af svip og fasi þeirra, er þeir tala við, en að þá menn, er lengst eru komnir í allri menning, t. d. mentaða Englendinga, örsjaldan hend- ir slíkt. En þrátt fyrir það, þótt höf. virðist hafa gert of mikið úr einni aðferð vorri til að skynja sálarlíf annarra —elztu og óbrotnustu aðferð- inni —og of lítið tillit tekið til þess, að »mönnunum munar — annaðhvort aftur á bak — ellegar nokkuð á leið«, þá er svo mikið og margt á bók hans að græða, að allir hugsandi alþýðumenn ættu að lesa hana. Og óskandi væri, að höf. gæti fengið tíma og tækifæri til að taka sem flest atriði heimspekinnar til alþýðlegrar meðferðar, á líkan hátt og hann hefur gert í þessari bók. B. Þ. BL. HENR. CHRISTENSEN OG P. LAURIDSEN: LANDKORTA- BÓK. Utgefandi Morten Hansen. Reykjavík. Það var þarft verk, að gefa út þessa kortabók með íslenzkum riöfnum, og hafi útgefandinn þökk fyrir. í’að hlýtur að vera einhver munur að kenna bömunum með þessum kortum, eða landabréfum með tómum útlendum nöfnum, eins og menn hingað til hafa verið neyddir til að gera. Og þar við bætist, að kortin era bæði skýr og virðast mjög heppilega valin; því auðvitað er ekki hægt í jafnlítilli kortabók að sýna alt, sem fyrir kann að koma í landafræðisbókum. En ekki hefur það verið vandalaust, að velja íslenzku nöfnin á stundum, einkum þar sem til eru tvö nöfn, annað fomt, en hitt nýrra, enda gætir þar stundum nokkurrar ósamkvæmni. Þannig er danski bærinn Odense kallaður »Óðinsvé«, en gengið fram hjá nýrra nafninu »Óðinsey«, þó einmitt það sé algengast í fornritum vorum. Aftur er sænski bærinn Malmo nefndur »Málmey«, þó forna nafnið sé »Málm- haugar*. Store Bælt og Lille Bælt era kölluð »Störabelti« og «Litla- belti«, þó fomislenzku nöfnin séu »Beltissund« og »Meðalfararsund«. Sömuleiðis er Nordsoen kallaður »Norðursjórinn«, þótt forna nafnið sé »Englandshaf«, en aftur fær Ostersoen að halda sínu forna nafni »Eystra- salt«, þar sem þó »Austursjórinn« hefði verið í samræmi við »Norður- sjórinn*. Stundum eru íslenzku nöfnin ein sett (t. d. Arós, Álaborg, Rípar, Kaupmannahöfn, Helsingjaeyri, Fribrikshöfn), en annarstaðar vantar þau alveg, þótt þau séu algeng í fornritum vorum (t. d. Dyfl- inn, Hringstabir, Randarós, Jörungur = Dublin, Ringsted, Randers, Hjörring). Eitt nafn hefir og fengið algerlega ranga mynd: Vébjargir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.