Eimreiðin - 01.09.1913, Síða 77
229
miklu breytinga, ef þeir rækti landið, sníði sér stakk eftir vexti og læri nýtni og
sparsemi. »Hvort íslendingar eiga skilið að heita »kúltúr«-þjóð, er komið undir því,
að hve miklu leyti þeir rækta landið,« segir höf. — Pó bók þessi sé frumsmíði í
sinni grein, er hún mjög virðingarvert yfirlit yfir jarðrækt Islendinga, lýsir mikilli
elju og áhuga höfundarins og hefur margan fróðleik að geyma. Auk þess eru í
bókinni margar nýjar rannsóknir. einkum á jarðvegstegundum, sem þýðingu hafa
fyrir vísindin. P, Th.
UM SAMBANDSSLIT NORÐMANNA OG SVlA (»Et norsk Skrift om Unions-
oplösningen i 1905«) hefur prófessor Kn. Berlín skrifað mjög langa ritgerð í »Stat-
vetenskaplig Tidskrift« (Lund 1913), og er hún eiginlega ritdómur um hina þýzku bók
eftir prófessorana norsku Aall og Gjelsvík: »Die norwegisch-schwedische Union, ihr
Bestehen und ihre Lösung« (Breslau 1912), sem getið hefur verið í íslenzkum blöð-
um. Beinist hann þar einkum að þeim köflunum, sem próf. Gjelsvík hefur samið,
og tekur ómjúkum höndum á ýmsum kenningum hans, sem hann eigi allsjaldan
hrekur með orðum Gjelsvíks sjálfs á öðrum stöðum. Er þar allvíða minst á sam-
bandsmálið íslenzka og þá sér í lagi á þá kenningu Gjelsvíks, að Gamlisáttmáli sé
enn í gildi; Islendingar hafi að vísu eftir 1814 sœtt sig við að lúta Danakonungi,
eða jafnvel viðurkent það, en þó með því skilyrði, að Danir viðurkendu þá líka
Gamlasáttmála. Fyrst þegar Danmörk hafi viðurkent þann sáttmála, verði Danmörk
sambandsaðili í stað Noregs. Afstaða íslendinga gagnvart Danakonungi og Dönum
síðan 1814 verði því í raun og veru að skoðast sem tilboð um sáttmála. En færist
Danir undan því, að taka þessu boði og sú undanfærsla komi greinilega í Ijós, þá
eigi ísland rétt á að segja skilið við Danakonung og Dani.
Gagnvart þessum kenningum Gjelsvíks (sem virðist stafa frá Bjarna frá Vogi,
því hann hafi vísað til þeirra ári áður en ritið kom út), tekur próf. Berlín fram, að
líklega fáir eða enginn af Danakonungum hafi haft hugmynd um tilveru þessa
Gamlasáttmála, sem þeir hefðu átt að vera bundnir við, og að íslendingar nokkuru
sinni eftir 1814 hafi sett nokkurt skilyrði fyrir viðurkenning sinni gagnvart Danakon-
ungum, sé hrein og bein bábilja. Ekki einu sinni nú síðast, við konungaskiftin 1912,
hafi bólað á neinu skilyrði. Auk þess sé þessi 600 ára gamli sáttmáli svo úreltur,
að varla nokkurt af ákvæðum hans gœti nú verið óbreytt í gildi. En hér liggi fisk-
ur undir steini hjá Gjelsvík, er hann setji fram þessa kenningu. ÍPví sé Gamlisátt-
:náli enn þá í gildi, sem fyrirskipar, að Island skuli hafa sama konung og Noregur,
og geti Danmörk þá fyrst orðið sambandsaðili, er hún viðurkenni Gamlasáttmála,
þá verði afleiðingin af því, að Islendingar segi skilið við Dani, ekki sú, að Gamli-
sáttmáli hverfi alveg úr sögunni, heldur — að Noregur verði aftur réttur sambands-
aðili, sem eigi tilka.ll til Islands.
I niðurlagi ritgerðar sinnar tilfærir próf. Berlín ummæli hins fræga þýzka ríkis-
réttarfræðings Jellineks um, að harla ólíklegt sé, að nokkurntíma framvegis verði
stofnað ríkjasamband af líku tægi og samband Norðmanna og Svía, en hitt sé aftur
líklegt, að sú komi tfðin, að takmarkað samband myndist milli allra ríkjanna á
Norðurlöndum. Undir þá hugsun tekur próf. Berlín og vill, að öll þrjú Norður-
landaríkin (Danmörk, Noregur og Svíþjóð) verði eitt sambandsríki eða Bandaríki
— og gæti þá ísland máske orðið fjórða ríkið í því sambandi, bætir
hann við. Hefðu líklega sumir íslendingar svarið fyrir, að sú uppástunga kæmi úr
þeirri átt. V. G.
UM BÓKMENTASTARFSEMI ISLENDINGA í KAUPMANNAHÖFN hefur
bókavörður Sigfús Blóndal ritað einkar glögga og fróðlega grein í »Berl. Tid.«