Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 12

Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 12
88 héldum við áfram, og bar ekki á öðru, en að Gísli væri í góðu skapi fyrsta daginn, og getur verið að það hafi verið af því, að hann sá, að illa lá á mér, enda kom ekkert það fyrir, sem breytt gæti skapi hans, hvað veginn snerti, hvorki keldur né vondar ár. Seint um kveldið fyrsta daginn komum við að Miklaholti. I'ar var þá prestur síra Geir Bachmann. Þá var fólk nýkomið af stekk. Þar var tekið fjarskalega vel á móti okkur, og ég man hvað ég varð fegin að fá sauðadrafla. Prestskonan tók mér eins og ég væri dóttir hennar, af því ég væri systurdóttir dr. Jóns Hjaltalíns. fess skal getið, að á hverju heimili, sem við komum á á suðurleiðinni, hafði Gísli alt af sama formálann, þegar hann var að segja, hver ég væri, þannig: »þessi stúlka er systurdóttir dr. Jóns Hjaltalíns, systir Jóns á Búðum, og dóttir Jóns kaupmanns Daníelsens í Grundarfirði*, og um leið fór hann að þéra mig, en þúaði mig, þegar við vorum tvö ein. Daginn eftir fórum við frá Miklaholti. í’ar fyrir sunnan túnið er vond kelda, og sagði presturinn Gísla, hvernig ætti að fara hana rétt. En þegar ég var komin út í miðja kelduna, þá sökk hesturinn upp í kvið og brölti þar, svo ég sá ekki annað vænna en að stökkva af baki. En þegar Gfsli sá það, þá stökk hann af baki og hrópaði: »í’ar tók a.......... við því öllu saman«, og kendi mér um ófarirnar, að hestur minn fór ekki alveg sömu sporin og hans hestur, en einmitt af því ég gerði það, þá fór svona. Hann vildi snúa aftur að Miklaholti, til þess að þurka föt mín, en það aftók ég með öllu; bæði var það, að það hefði tafið okkur, og svo langaði mig til að halda áfram, til þess að komast suður að Stafholti sem fyrst. Svo héldum við áfram, en hann var altaf nöldrandi og úfinn, af því ég ætlaði að ríða svona vot; en ég fann ekki til neinnar vætu né bleytu, einungis af þeirri tilhlökk- un, að komast að Stafholti, þar sem voru leiksystur mínar, Metta og Sigríður, dætur síra Einars Sæmundsens, sem þá var þar prestur, og nýfluttur frá Setbergi. Samt hafði hann það af með nöldrinu, að ég gerði það fyrir hann, að ríða heim að Söðulsholti, af því mér var orð- ið hálfkalt, og farið að langa í kaffi. Þar bjó þá Þórður alþingis- maður Þórðarson, sem síðar bjó að Rauðkollsstöðum. Sté ég þar af baki og var orðin stirð. Þá kom stúlka og bauð okkur til stofu, en lítil mundi sú stofa þykja nú á dögum, með einum glugga og borði undir honum. Stólar voru sinn hvorumegin við borðið og rúm með sparlökum. En alt var þar snoturt inni, og vel um gengið. Stofan máluð dökkblá með rauðum listum. Nú kom kona Þórðar inn, og setur Gísli þá upp spekingssvip og kemur með sinn vanalega formála, að tjá hver ég væri: »Þessi stúlka er systurdóttir dr. Jóns Hjaltalíns« o. s. frv. Það mátti aldrei bregð- ast, að viðhafa þenna formála, hvar sem við komum, og geta því allir ímyndað sér, hve bágt ég átti með að verjast hlátri, telpa 16 vetra gömul. Konan brosti einnig, þegar hann var að láta dæluna ganga, og þótti mér gaman að. Konan fór að þurka og skafa af mér bleyt- una, en ég sagði henni, að það væri óþarfi, og fór í þurra sokka. Ég skil ekki í því, hversu fljót hún var að þurka fötin, því hvorki voru þá til í sveitum ofnar né eldavélar. Kaffi kom að vörmu spori með heitum lummum, sem hresti mig svo vel og gerði mig glaða. Að fá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.