Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 77
i53
Á Englandi virðist ættarbandið hafa látið nauðalítið á sér bera í verki þegar á 7.
og 8. öld. er vér fyrst höfum fregnir af stofnunum Engilsaxa. Að ofurlítið lifnar
yfir því aftur í lögum Aðalsteins konungs, stafar frá dönskum áhrifum, enda helzt
það ekki lengi og er hætt að sýna sig í verki áður en Vilhjálmur bastarður leggur
England undir sig (1066). A Islandi heyrði það fortíðinni til, þegar landnáms-
menn fyrst stigu þar á land, og í Noregi fór því smáhnignandi, sem líklega hefir
byrjað á 9. öld og endað um lo'k 13. aldar. I Svíþjóð bendir alt á, að ættarband-
ið hafi þar haldist út 14. öldina og máske miklu lengur.
Einkennilegt er það, að á Hollandi, í Helgíu og í franska hlutanum af Flandern
stendur ættarbandið með mestum blóma í bæjunum, en utan bæjanna ber fremur
lítið á því. í Hansabæjunum Hamborg, Kíl og Lýbiku losnar aftur miklu fyrum ætt-
arbandið en í sveitunum umhverfis, og sama máli er að gegna um flesta hinna stærri
bæja í Danmörku.
í viðbæti aftan við bókina tekur höf. til umræðu, hve há manngjöldin hafi
verið á Islandi og hvernig eigi að skilja »/iundrað silfrst. Og kemst hún þar að
sömu niðurstöðu og dr. Valtýr Guðmundsson hefir jafnan haldið fram, að »hundraðv<
liljóti að merkja »120 aura«, en ekki álnir. eins og prófessorarnir Finnur Jónsson
og B. M. ólsen hafa haldið fram. Bendir hún því til sönnunar meðal annars á,
að þar sem prófessor Ólsen haldi því fram, að um 930 hafi eyrir silfurs og
eyrir vaðmáls (= 6 álnir) verið jafnir, þá ættu eftir hans skoðun manngjöldin ekki
að vera nema 20 aurar vaðmáls (= 20 aurar silfrs), ef »hundrað silfrs« táknaði
120 álnir (en ekki aura). En af því leiddi aftur, að manngjöldin eða vígsbæturnar
hefðu um 930 verið meira en helmingi niinni en »rcttr<f.} bætur fyrir liögg, sár eða
aðra móðgun, sem hefði verið 48 aura (6 merkur) vaðmáls, og jafnvel 4 aurum
minni en »útlegð«. (= 3 merkr eða 24 aurar vaðmáls), sem ákveðin væri í lögunum
sem minsta sektarfé eða bætur fyrir hverskonar lagabrot, hve lítilfjörlegt sem verið
hefði. Mætti öllum vera ljóst, hve fráleitt þetta væri, að manngjöldin væru lægri en
slíkar bætur, enda kæmi 120 aurar silfurs nokkurnveginn heim við aðalupphæðina í
Baugatali og færi mjög nærri því, sem manngjöldin hefðu verið í öðrum löndum
(t. d. í Danmörku á Sjálandi og Skáni upprunalega einmitt 15 merkur (= 120 aurar)
silfurs, en á Jótlandi (og seinna í öllu ríkinu) 18 merkur silfurs.
Margt er fleira gott í þessari bók, sem hér er ekki rúm til að ræða, t. d. at-
hugasemdirnar um, hvein þátt það hafi átt í hnignun og falli hins íslenzka þjóð-
veldis, að ættarbandið var svona veikt eða samheldi ættanna svo lítið, og margt
fleira þess háttar viðvíkjandi Islandi. Eru þessar rannsóknir, eins og rannsóknir
þeirra prófessors Heuslers og dr. Bódens, afarmikilsverðar fyrir oss Islendinga, og
kenna oss bæði að lesa betur sögurnar okkar og meta betur sannleiksgildi þeirra,
þar sem þær greinir á við lögin, eins og þau birtast í Grágás. Hafi fröken Phill-
potts þökk fyrir verkið og láti okkur fá meira af líku tægi eða öðru jafngóðu.
V. G.
A. HEUSLER: ALTISLÁNDISCHES ELEMENTARBUCH. Heidelberg
1913. XII 4- 264 bls. 5 M.
Þótt bók þessi sé samin handa Pjóðverjum, er engu að síður ástæða til þess
að vek'a eftirtekt Islendinga á henni; því að þar er saman kominn svo mikill fróð-
leikur um íslenzka tungu að fornu, að hvergi annarstaðar mun slíkur í ekki lengra
niáli. það er auðséð, að höfundurinn hefir ekki einungis víðtæka og sjálfstæða
þekkingu á efninu, heldur einnig hagnýta reynslu sem kennari. Hann setur t. d.
við hliðina á íslenzku fallbreytinga-dæmunum sömu dæmin á gotnesku, enda má með