Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 66

Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 66
142 En þau hafa þá annan kost, sem hin vantar: léttleikann, þýðleikann. hagmælskuna. Og ekki er þar verið að misþyrma málinu. Hún þarf þess ekki með, til þess að geta rímað, hún Ólöf. Eina einustu ranga orðmynd (»brúð« f. brúður, bls. 5, 23, en rétt bls. 65) höfum vér rekist á í allri bókinni, og orðaskipunin er altaf svo lipur og eðlileg, sem bezt verður á kosið. Og þó er vfða dýrt kveðið, en svo mikil er hagmælskan, að alt er jafnleikandi lipurt og létt fyrir því, — eins og dillandi lóukvak á vordegi. Hagyrðingssnildin er hér á svo háu stigi, að mörg ungu skáldin uppvaxandi hefðu gott af að krjúpa að fótum gömlu konunnar nær sextugu og læra af henni að yrkja. Þvf hún kann að kveða svo, að fólkið skilur og hefir nautn af. En hvað stcðar hugmyndagnóttin, ef hugsanirnar eru dúðaðar inn f svo miklar málskrúðshrannir, að fáir eða engir geta að þeim komist eða í þeim botnað. Það er betra að hafa á borð að bera lystugt léttmeti, sem allir geta melt, en kryddaða kjamfæðu sem flestum verður bimbult af og fæstir geta nokkru sinni melt. Og því er það, að ef vér ætt- um að ráða alþýðumanni, hvort hann ætti heldur að kaupa, smá- kvæðin hennar Ólafar eða »Hrannir« hans E. B., þá mundum vér hik- laust svara: smákvæðin. Ekki af því, að í þeim sé svo mikill hug- mynda-auður, heldur af hinu, að þau eru svo létt, lipur og aðlaðandi, að allir hafa þeirra full not. Og svo eru þau svo blessunarlega laus við alla rímgalla, hortitti og hugsanafirrur, að þau mega heita eins- dæmi í þeim efnum. Þau fást ekki við önnur eða stærri viðfangsefni, en höf. hefir fyllilega getað ráðið við, bæði að efni og búningi. Þau eru enginn rembings-þembingur til að sýnast, heldur auðsjáanlega sprottin af innri þörf, til að stytta sér stundir og lyfta andanum upp úr skammdegismyrkrinu. Sbr. þessa vísu: I grámyrkri bylur með galdraraust þylur; ég galdrana skil ei, sem veturinn þrumar. I ljóðstrengjaspilinu er Ijós mitt og ylur, það lyftir mér til ykkar, vorið og sumar! i»g syng, fyrst mig langar og sál mín fékk strengi, þó söngur minn fangelsin andlegu ei sprengi. Svo sofna’ eg í fanginu á angandi engi, en yrki nii þangað til — guð veit hvað lengi. Rúmið leyfir ekki að tilfæra fleira — en vér vísum í bókina sjálfa. Hún kostar eina 75 aura. V. G. SVANHVÍT. Nokkur útlend skáldmæli í íslenzkum þýðingum eft- ir Matth. Jochumsson og Stgr. Ihorsteinsson. 2. útg. Rvík 1913. Um þessa bók er ekkert nema gott að segja. Hún er hrein og ósvikin perla í bókmentum vorum. Þar er hvert kvæðið öðru fallegra, og því vandi að benda á eitt öðrum fremur. En sem ein hin skemti- legustu meðal þeirra mætti nefna kvæðin Úr 'nFánrik Stáls Ságncrn, sem fáir munu gleyma, er lesið hafa, og allir geta lesið upp aftur og aftur með jafnmikilli ánægju í hvert skifti. En sama má reyndar segja um öll þessi kvæði, því þar grípur maður hvergi svo niður, að maður ekki reki sig á fegurð og unað. Þetta er heldur engin furða, þegar þess er gætt, að kvæðin eru eintóm skrautblóm, samantínd úr kvæða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.