Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 52
128
himnur táarinnar (liðamótanna) og fingursins saman, lagði sinar,
taugar og æðar aftur á sinn rétta stað og í réttar stellingar og
saumaði svo hörundsárið saman. Eftir mánaðartíma voru hin yfir-
fluttu liðamót fastgróin í báða enda við fingurstúfana, og eftir io
vikur var varla hægt að sjá á fingrinum, að nokkur óperatíón
hefði nokkru sinni verið gerð. Allar hreyfingar fitigursins voru
liprar og eðlilegar og fiðluleikarinn hafði aldrei með sínum heil-
brigða og náttúrlega fingri leikið betur á fiðlu sína, en hann gerði
nú, er fingurinn var endurbættur með liðamótum táarinnar. Að
vísu varð táin dálítið stíf og stirð; en það hefir litla þýðingu í
samanburði við að hafa stirð og óhreyfanleg fingurliðamót, —
ekki sízt er um fiðluleikara er að ræða.
Áþekkar skurðlækningar, þó tæplega jafn-fíngerðar og hag-
legar, hafa einstöku sinnum verið gerðar hér í Danmörku. Pró-
fessor Róvsing gerði fyrir nokkrum árum skurðlækning á manni
einum, sem þjáðist af krabbameini í axlarlið. Róvsing varð að
skera burt allan efri helminginn af beini upphandleggsins, en í
staðinn fyrir hann tók hann álíka hluta af leggbeini (fibula) sjúkl-
ingsins og saumaði annan enda hans fastan við upphandleggsstúf-
inn, en hinn endann festi hann upp í liðamótaskál herðablaðsins
og myndaði þannig ný axlarliðamót. Sjúklingurinn náði sér og
fékk brúklegan handlegg með góðum og eðlilegum hreyfingum í
axlarliðamótunum.
I>að eru og dæmi til, að hnéliðamót af nýdánum mönnum
hafa verið skorin burt og yfirflutt á lifandi menn, þ. e. a. s. saum-
uð föst við fótlegg og lærlegg í staðinn fyrir sjúk hnéliðamót,
sem hafa verið skorin burt.
Stóri-Jón.
Löngu fyrir dag smeygði Stóri-Jón sér útundan sængurgörm-
unum í rúmbælinu, sem hjónin og bæði börnin sváfu í. Hann
þreifaði fyrir sér í myrkrinu, og náði í fatadruslurnar, sem hann
fór í, án þess að kveikja. Pað marraði í gólfinu í hvert skifti sem