Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 68
144
EINAR HJÖRLEIFSSON: LÉNHARÐUR FÓGETI. Sjónleikur
í fimm þáttum. Rvík 1913.
Menn höfðu lengi gert sér vonir um, að Einar Hjörleifsson mundi
geta samið leikrit og óskað að hann gerði það. Hann hefir nú orðið
við þessari ósk, og að því er virðist, líkar mönnum það yfirleitt vel.
Þó að margt sé gott í Lénharði, get ég samt ekki tekið í sama streng-
inn. Hann er í mörgu svo gallaður, að ég get ekki annað en drepið
á það helzta,
Þegar menn rita söguleiki, er þess venjulega krafist, að þeir beri
einhvem keim af þeim tíma, sem þeir eiga að fara fram á. Sumir
líta samt svo á, að skáldin geti umturnað öllum tímahlutföllum, og lát-
ið persónur hugsa eins og nútímamenn, á hvaða tíma sem er.
Einar gerir sig sekan í þessu. Leikrit hans ber engin merki þess
tíma, hvorki í orðfæri né tíðarhugsun. En þó að ég nú slepti þessu,
og dæmdi eftir skoðun hinna, yrði það engu að síður gallað. f’að er
eins og fastan grundvöll vanti undir byggingu leiksins. Það er eins
og höf. hafi hugsað sér leikinn alt öðruvísi, en hann svo breyzt í
höndum hans, þegar hann fór að rita hann. Ætli hann hafi ekki
hugsað sér Eystein sem aðalpersónu? Er það ekki nær þjóðartilfinn-
ingunni og Einari sjálfum? Mér er það gáta, hvernig hann fer að
gera Lénharð, þennan ofstopa og ribbalda, sem fór með ránum og
rupli hérað úr héraði, að stórmenni og göfugum fanti. Hefði ekki
verið nær, að hefja þjóðartilfinninguna upp yfir ofkúgun Danavaldsins,
þar sem það var? Ég efast ekki um það, og Einar gerir það senni-
lega ekki heldur.
Þetta. sem ég nú hefi minst á, finst mér höfuðgalli leiksins, auk
vmislegs fleira.
Það er enginn frumlegur dráttur í leiknum. Engin ný skaplýs-
ing. Hann hefir engar sérstakar nýjungar að færa. Það er hálf-æfin-
týralegt, hvernig persónurnar koma fram í fyrsta þætti. Magnús og
Eysteinn koma f bónorðsför á sama tíma, en Torfi og Lénharður
koma alveg að ástæðulausu. Lénharður var ekki vanur að gera vart
við sig áður en hann rændi. f’að er ólíklegt, að hann hafi farið yfir
Ölfusá til þess, að heilsa upp á kotbóndann á Selfossi. Enda segir
Ingólfur 1' 2. þætti (bls. 48): »Ölfusá aftrar aldrei Lénharði lengi«.
Það er óviðfeldið að láta Torfa og Lénharð nota orðið »yndis-
lega« jöfnum höndum, og Holm kemur leiknum lítið við, en Frey-
steinn kemur of oft fyrir. Leiknum er í rauninni lokið í 4. þætti, en
til þess að koma Guðnýju og Eysteini saman, bætir hann 5. þættin-
um við, sem er illa saminn og óþarfur. Hann minnir á síðasta þátt-
inn í »En Fallit« eftir Björnson, sem virðist hafa orðið til út úr lík-
um vandræðum.
Þrátt fyrir þessa galla, sem ég nú hefi talið, er margt fallegt í
Lénharði. Fundarsenan í 2. þætti, og senan á hlaðinu á Selfossi í 3.
þætti, eru mjög vel samdar, og í 4. þætti kennir víða þeirrar snildar,
sem Einari er lagin, og við þekkjum úr smásögunum. Það er ekki
auðgert, á árum Einars, að hlaupa frá þeirri skáldskapargrein, sem
maður hefir tamið sér, og taka aðra fyrir.
Borið saman við þessa erfiðleika, er Lénh. sjálfsagt góður, og við