Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 79

Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 79
15 5 Stærsti gallinn á þessu hefti er því, að þar er slept einum nútíðarhöfundi, sem ekki er fyrirsjáanlegt annað en ætli að vinna sér — ekki einungis sæti (því það er þegar unnið), heldur beinlínis tignarsæti í íslenzkum bókmentum. Og þessi höf- undur er Halldór Hermansson sjálfur. V. GC HANS SPETHMANN: ISLANDS GRÖSSTER VULKAN, die Dyngjufjöll mit der Askja. Leipzig 1913. — VIII-l-144 bls. 8V0. A seinni árum hafa Þjóðverjar fengist mjög mikið við rannsóknir í ódáðahrauni, og hafa aukið þekkingu vora um jarðfræði þeirra héraða að miklum mun. Fremstir í flokki þessara manna eru H. Spethmann, H. Reck og H. Erkes (sbr.Eimr.1910, bls. 71—73). Sumarið 1907 gerði vísindafélagið í Berlín’út leiðangur til að kanna Dyngjufjöll, og var jarðfræðingurinn W. v. Knebel fyrir ferðinnij með honum var málari M. Rudloff að nafni og ungur jarðfræðingur H. Spethmann. Eins og al- kunnugt er endaði sá leiðangur slysalega, Knebel og Rudloff druknuðu í Öskjuvatni, en Spethmann var þá við rannsóknir annarstaðar í Öskju og hélt því lífi. Pað sumar kynti hann sér Öskju og Dyngjufjöll allvel, en svo kom hann þangað aftur 1910 og skoðaði fjöllin þá nákvæmar. Arangur þessara rannsókna kemur nú fyrir almennings sjónir í þessari bók, en ýmsar smærri ritgerðir hefir hann áður samið um sama efni í ýmsum þýzkum tímaritum. Bókin er vel rituð og inniheldur auk rann- sókna höfundarins einnig yfirlit yfir alt það, sem aðrir hafa skráð um fjöllin. Fyrst er þar saga rannsóknanna og sérstaklega ýtarlega skýrt frá Knebels-leiðangrinum, þá kemur lýsing landslags og veðráttufars og getið um einkennileg bræðsluform snjó- skafla með skýrandi myndum og um áhrif veðra á yfirborð bergtegunda ogjarðveg. í*á kemur aðalefnið: jarðfræðis-lýsing hinna miklu eldmenja í Dyngjutjöllum og hug- leiðingar um uppruna þeirra. í^ar er nákvæm lýsing á Öskju, jarðfallinu mikla og öskugígnum, er gaus 1875, °S sögð saga þessa mikla eldgoss eftir íslenzkum og út- lendum heimildum. I bókinni eru allmargar nýjar athuganir, og má sérstaklega geta um eldgígi mikla, sem höf. fann við Trölladyngjuskörð, og hafa sumir þeirra líklega gosið 1875, þó litlar sögur fari af því. I bókinni eru 36 góðar myndir. P. Th. ALBERT ENGSTR0M: ÁT HÁCKLEFJÁLL. Stokkhólmi 1913. Albert Engström, sem í Svíþjóð er jafnfrægur fyrir dráttmyndir sínar af brenni- vínsdólgum og »Guds fria natur«, skoprit sín og náttúrulýsingar. hefir skrifað all- mikla bók (342 bls.) um Islandsför sína 1911. Kennir þar margra grasa. Margar af myndum hans eru ágætar, og kváðu þó hafa tapað sér í prentuninnni. Minna þykir mér koma til lýsinganna á landinu, enda verður höf. oft orðlaus af aðdáun þegar mest á reynir. En fáir munu hafa farið stærri og einlægari orðum um fegurð Islands.' Engström verður hátíðlegur, þegar hann talar um »hinn ómælandi fegurðar- heim, sem hafi opnast þar fyrir honum eins og rós, sem springur út.« Samt er bók- in yfirleitt skrifuð í gamansömum anda, og titillinn sjálfur þýðir hvorki annað né betra en »norður og niður«, leifar í sænskunni frá »maktar»-dögum Heklu, þegar hún var heimsfræg sem kvalastaður fordæmdra. Pó má geta þess, að Engström fór til Heklu. Óneitanlega er höfundurinn oft sjálfrátt skemtilegur í bókinni, en miklu oftar ósjálfrátt. Maður, sem ferðast nokkrar vikur og skrifar nokkur hundruð bls. um, hlýtur að tína til margt smávægilegt. Öll óþægindi verða að stórviðburð- um, og þegar talað er um þau, þá er alvaran nóg! Smámunasemin, hégómagirnin, sjálfsönnin, sem gerir okkur öll að miðdepli heimsins í eigin augum, þolir enn þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.