Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 9

Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 9
85 smáar leiragnir að neðan upp á við, en skilur smásteinana eftir. Á nóttinni frýs vatnið og þenur út leirsúlurnar milli sprungnanna, og eykst uppgangur leirsins mjög við það. Af vatnsuppgangin- um og frostinu ýtist smágrjótið smátt og smátt til hliðar, kraft- urinn er sjaldan nógu mikill til að geta lyft því upp á yfirborðið, það kemst ekki niður fyrir botnklakann, en lendir í rifunum. Af þessu myndast malarhringur í melunum í kringum tíglana; þegar grafið er til, sést að malarhringirnir ná ekki lengra niður en botn- klakadýpt, þar fyrir neðan er mölin öll jafndreifð í hinum leir- blendna jarðvegi. Nú ímynda ég mér, að þúfurnar oftast standi í nánu sam- bandi við svipuð íyrirbrigði. Þar er sá munurinn, að jarðvegurinn er oftast laus við möl, en er aðallega leirblendingur og mold. í slíkum jarðvegi myndast sprungur engu síður en á melum, en moldblendinn jarðvegur hefir miklu meiri sogpípukraft en mela- leir, getur sogið enn meira í sig af vætu og bólgnað út á þann hátt. Lögun og stærð þúfnanna afskamtast af sprungunetinu; í möskvunum milli sprungnanna vaxa þúfurnar upp smátt og smátt af leirnum, sem fyrir ofan botnklakann þrýstist upp af vatni og frosti. Vatnsaðsóknin neðan að er lang-mest til þúfnakollanna, sem þurrastir eru, af því þar gufar mest upp, og hefir vatnið mik- ið afl til að hefja jarðveginn, þegar frost og þíður skiftast á. Petta sést bezt á fjallamýrum, á þúfum þeim, sem kallaðar eru »dys« eða »rústir«. Af þrýsting frostsins og vatnsins að neðan rifna þær oft að ofan og gubba úr sér leirleðju og mold. Par er mismun- urinn svo mikill á þurkinum, að alt annar gróður er að ofan, en að neðan á þúfunum, þurlendis-gróður að ofan, mýra-gróður að neðan; uppgufunin mikil á þúfna-hryggjunum, en hið neðra standa þær í vætu. Samkvæmt því, sem áður hefir verið greint, geta þúfur alstaðar myndast í túnum og utantúns, þar sem jarðvegur er leirblendinn og með sprungum, þar sem botnklakier fram eftir vorinu og afrás vantar fyrir leysingavatnið, svo það verður að gufa upp af þúfnakollunum, en vætan, sem sýgst upp að neðan, frýs og þiðnar á víxl. Harðvelli ofan á möl er vanalega þúfulaust, því grunnvatnið staðnæmist þar ekki, getur hæglega komist burt, frýs ekki saman í botnklakahellu. Sem kunnugt er, eru til margar þúfur af öðru tægi. Stundum eru þær eðlilegar ójöfnur á grýttri undirstöðu jarð- vegsins, stundum eru þær myndaðar af blaðhvirfingum ýmsra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.