Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 75

Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 75
slíkt aðhefst, þótt hann hafist við fjarri fósturjörðunni. Hann vinnur sitt verk fyrir hana eins fyrir því, ekki síður þarft og trúlega en margir þeirra, sem heima sitja. Sú bók, er hér um ræðir, er ferðasaga hans sjálfs, frá Akureyri til Khafnar, er hann sem 12 ára drengur skildist við Island og móður sína, sem hann aldrei sá eftir það. Efnið virðist ekki mikið og þó hefir séra Jóni tekist að spinna úr því heila bók, og það bók, sem sjálfsagt fær afarmikla útbreiðslu, og líka á það skilið. Bók- in er sem sé ágæt barnabók, jafnskemtileg, þýð og aðlaðandi og hún er holl fyrir æskulýðinn. Aðalfrásagan er sjálfsagt sönn, en inn í hana er ofið svo miklum skáldskap, að ætla mætti, að öll sagan væri tómur skáldskapur. Og þó lopinn sé stundum teygður nokkuð langt, þá verður frásögnin aldrei þreytandi, heldur oft beinlínis »spennandi«; og ekki ósjaldan finst manni eins og maður sé að lesa frá- sögn Hómers af hrakningum Odysseifs; má sem dæmi þess nefna söguna um bolla- pörin (bls. 66—68), um bréfaskriftir Nonna (bls. 122—-123), um viðureignina við ísbirnina o. m. fl. Og yfirleitt eru lýsingarnar í bókinni góðar, og margar af nátt- úrulýsingunum alveg ljómandi, eins og t. d. morgunlýsingin (dögun og sólarupp- koma) á Islandi (bls. 60—62), sem er jafnsönn eins og hún er fögur og hrífandi. Þá er lýsingin á komu Nonna til Khafnar og undrun hans yfir öllu því nýja, sem hann sér þar, fyrirtaks góð, svo barnslega einföld og náttúrleg. Aftur er það ekki fyllilega náttúrlegt, hve hrifinn höf. lætur Nonna verða af bækiskógunum dönsku, er hann siglir fram með Sjálandsströnd; því drengur, sem aldrei hefir séð skóga getur ekki fengið neina verulega hugmynd um fegurð þeirra, þó honum sé bent á þá á landi, er hann siglir fram með ströndinni. — A bls. 36 er sagt, að Sæmund- ur fróði hafi »ritað« hina svokölluðu Sæmundar-Eddu. Hætt er við, að þetta verði skilið svo, að hann hafi samið hana, þótt höf. eigi sjálfsagt aðeins við, að hann hafi safnað þessum kvæðum saman, sem flestir nú álíta, að hann hafi nú ekki einu sinni gert. Á bls. 231 er talað um sagnarit eftir Hallgrím Melsteð um 1870, en þá hafði hann enn ekkert ritað af því tægi, og ekki fyr en löngu seinna. Annað en þessa smámuni höfum vér ekki fundið athugavert í bókinni, en um kostina mætti langt rita, ef rúm leyfði. En hefir þá þesskonar ferðasaga sem þessi nokkra þýðingu fyrir ísland? munu menn spyrja. Já, vissulega hefir hún það. fegar lýsingarnar eru sannar og góð- gjarnar, þá hefir það enga smáræðisþýðingu, að þeim sé þannig fyrir komið, að þær séu lesnar af þúsundum eða jafnvel miljónum manna. því að sama skapi út- breiðist þá aukin og betri þekking á landi voru og þjóð, og að slíkt sé ekki lítils vert, mun öllum skiljast. V. G. B. S. PHILLPOTTS: KINDRED AND CLAN IN THE MIDDLE AGES AND AFTER. A Study in the Sociology of the Teutonic Races. Cambridge 1913. Fröken B. S. Phillpotts, M. A., er mörgum Islendingum kunn frá ferðum sínum á íslandi og sinni frábæru kunnáttu og leikni í að tala íslenzka tungu. En hitt vita sjálfsagt færri, hve lærð hún er eða mikil vísindakona. En það geta menn þá sann- fært sig um, með því að kynna sér þessa bók hennar, sem bæði sýnir mikinn lær- dóm og skarpskygni og varpar nýju ljósi yfir það efni, sem hún hefir tekið sér fyrir hendur að rannsaka. Menn hafa hingað til álitið, að ættarbandið og ættartilfinningin hafi verið ákaf- lega sterk á íslandi á söguöldinni, svo að hver ættbálkur hafi haft helgar skyldur og réttindi innbyrðis, sem bezt hafi lýst sér í blóðhefndaskyldunni og hluttöku ættar- mnar í manngjöldum, hvort sem var til greiðslu eða viðtöku. En fröken Phillpotts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.