Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 16
92
unz ég sá bse snotran, ekki stóran, því í þá daga voru ekki stórhýsi
í sveitum, hvorki steinsteypu eða timburhús. Ég spurði hann, hvað sá
bær héti, en hann svaraði: »Mikil óvenja, þér vitið ekkert, þessi bær
heitir TandraseU. Og nú þéraði hann mig, aldrei þessu vant, þegar
við vorum tvö ein, og var nú kátur. Enn bætti hann við og sagði:
»Og í tilbót býr hér Jón, sem er alþingismaður, höfðingi mikill.« Nú
riðum við heim á bæinn og stigum af baki, og var ég reyndar fegin
að fá hressingu. Hann gekk að bæjardyrum og barði með svipunni á
hurðina, og óðar opnuðust dyrnar, og út kom stúlka, og bauð okkur
báðum til stofu. Stofan var mjög lítil, en vel umgengin. Þar voru 2
rúm, sem bæði voru máluð blá eins og stofan og með rauðum listum.
Sparlök voru fyrir báðum rúmunum, og glitofnar ábreiður yfir þeim.
Borgundarhólms-klukka slóð á gólfinu, og þegar ég var að virða alt
fvrir mér í þessari einkennilegu stofu, þá kom kona dálítið aldurhnigin,
og segir þá Gísli við mig, að þetta sé húsfreyjan. Síðan byrjar hann
á sinni gömlu romsu, og sagði við konuna: »Þessi stúlka er systur-
dóttir dr. Jóns Hjaltalíns« o. s. frv. Konan kannaðist við bróður minn
sálaða, því hún hafði verzlað við hann. Þá sagði ég, að við næðum
seint að Stafholti, ef við stæðum hér lengi við. Þar var hugur minn
allan daginn. Sagði þá Gísli: »Mikil óvenja, ég læt þar nótt sem
nemur«. Þá stóð ég upp, en konan gekk fram, og kom að vörmu
spori með kaffi og tvíbökur, og var það í fyrsta skifti, að ég hafði
fengið þær með kaffi á þessari leið minni; og að fá með kaffi 1 þá
daga, þótti nú heldur nýjung, Kaffið var ágætt, og í stórum bollum,
sem voru blárósóttir. Síðan kvöddum við og fórum af stað, og var
mér nú heldur i hug að halda vel áfram. Nú kom ekkert fyrir alla
leið, fyr en við komum að Sólheimatungu afarseint um kveldið, hérna
megin á bakkanum á Norðurá, og blasti Stafholt við hinumegin við
ána, og má nærri geta, hvað mér var innanbrjósts, að komast ekki
þangað um kveldið, af því ég heyrði, að Gísli fór að biðja bóndann
gistingar, sem hét Guðmundur og var góður kunningi Jóns sál. bróður
míns. Þegar ég heyrði þetta, þá gaf ég mig fram og heilsaði bónd-
anum, og sagði, að mig langaði mjög að Stafholti í kveld, því þar
byggi vinafólk mitt. Gísli byrjaði nú á sínum gamla formála: »Þessi
stúlka er systurdóttir dr. Jóns Hjaltalíns« o. s. frv. Undir eins og
bóndinn heyrði, að ég væri systir Jóns á Búðum, þá hætti hann vinn-
unni, tekur hest og söðlar í snatri, og segist ætla að ríða við hliðina
á mér yfir Norðurá, sem hann og gerði, því það var dýpsta og breið-
asta áin, sem ég á þessari leið hafði farið yfir. A árbakkanum hinu-
megin kvaddi ég bóndann með innilegu þakklæti fyrir hjálpina, og vel
gekk yfir ána, en enga borgun mátti nefna við hann. Nú var þó
hugsað um að halda áfram, og komum við að Stafholti um náttmál.
Enginn var úti, þegar ég steig af baki, en þegar ég snéri mér við, var
komið þrent út, karlmaður og tveir kvenmenn, og þekti ég strax mín-
ar elskulegu leiksystur; Metta og Sigga voru það, og Sigurður Sæmund-
sen bróðir þeirra, og alt voru þetta æsku-leiksystkin mín. Eftir að
við höfðum heilsast, átti ég svo sem að koma inn, en þegar ég
ætlaði inn í göngin, þá kemur blessaður prófasturinn sjálfur, síra Einar
Sæmundsen, hafði þá frétt eftir á, hver komin væri, og tók á móti