Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 25
IOI
margfaldast. Pessir berklagerlar eru, eins og aðrir gerlar, örsmáar
lifandi verur, sem alstaðar sitja á fleti fyrir og menn geta hvergi
verið óhultir fyrir. Það er annars langur vegur frá, að allir gerlar séu
skaðsemdarskepnur; það eru að eins þeir, sem valda sjúkdómum,
og það eru fæstir þeirra. Margir gerlar mega teljast hreinustu
gagnjurtir, því að til jurtaríkisins eru þeir taldir vegna lifnaðar-
hátta sinna. Peir eru okkur hjálplegir, eigi að eins við ýmsar
nauðsynlegar efnabreytingar í líkamanum, heldur líka í ýmsum
atvinnugreinum, svo sem jarðrækt og iðnaði. Peir breyta áburð-
inum í nothæf efnasambönd fyrir jurtirnar, hleypa gerð í ölið,
sýra rjómann á rjómabúunum, o. m. fl. vinna þeir til þarfa.
Berklagerillinn er með minstu gerlum; hann sést að eins í
smásjá, er stækkar mörg hundruð sinnum, og verður fyrst að lita
hann. Hann þrífst bezt við líkamshita dýra (370—4O0C.); aðvísu
getur hann lifað nokkuð utan líkamans, en tímgast þar getur
hann ekki nema þar, sem sérstaklega er að honum hlúð, eins og
á rannsóknarstofum, þar sem hann er ræktaður og alinn og hafð-
ur til rannsókna. Hann þolir ekki sólarljósið nema stutta stund,
en kann betur við sig í sorpi og skúmaskotum. Pegar hrákar
berklaveikra manna, eða annað það, sem berklagerlar eru í, liggur
og þornar, þá þyrlast gerlarnir upp í loftið, eru þar á sveimi í
andrúmsloftinu og berast með loftstraumnum til og frá; því að
hver andvari eða blær hefir áhrif á þessar smáverur, og oft verð-
ur það þeim svo til lífs, að þær lenda ofan í menn eða skepnur.
Pá lætur þeim lífið, eins og þið getið nærri. Af þessu er það
auðsætt, hve háskalegt það er, að hrækja á gólfið og láta hrák-
ana þorna, því að enginn getur verið viss um, að ekki séu berkla-
gerlar í hrákanum, sem hann þeytir úr sér á gólflð. Hugsið ykk-
ur, hve lítið þarf til þess, að eitra heilt heimili og leggja ef til
vill margar manneskjur í gröfina; að ekki skuli þurfa meira til að
leiða böl og óhamingju yfir ykkur sjálf, og alt ykkar heimili, en
að hafa ekki nóga og góða hrákadalla á heimilinu, og gæta þess
ávalt, að hafa vatn í þeim og fara eins þrifalega með þá, eins og
hrákarnir væru úr berklaveiku fólki. Þetta er þó ekki nema hirðu-
semi — hirðusemi og þrifnaður, er lítið sem ekkert kostar. En
með hirðuleysi, drasli og óþrifnaði bökum vér oss árlega stórtjón
— heilsutjón og efnatjón. Hvað segið þið t. d. um sullaveikina ?
Henni væri fyrir löngu rýmt úr Iandi, ef ekki breiddi hirðuleysið
og sóðaskapurinn yfir hana verndarvængi sína.