Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 40
Mörg hundruð árum seinna liðu stórríkin í Babel og Assúr
undir lok. Og stórar borgir með höllum sínum og hofum hafa
lengi legið í rústum. Fyrir nálega hundrað árum tóku menn að
grafa í rústir þessar. Margt fróðlegt hefir fundist, einkum þegar
menn lærðu að þýða asserisk-babýlónsku fleygrúnirnar. En merk-
ast af öllu því, sem enn hefir fundist, er steinn einn. Heil lögbók
er rituð á hann.
Árið 1897 sendu Frakkar menn til Súsa í Persalandi. Foringi
þeirra var M. J. de Morgan. Um áramótin 1901—1902 grófu
þeir upp svartan díórítstein, sem var 21/* m. að lengd. Báðar
hliðar hans voru ritaðar babýlónsku letri. Petta reyndist að vera
lögbók, sem Hammúrabí konungur hafði gefið.
Konung Hammúrabí eða Hammúrapí, eins og sumir lesa nafnið,
þekkja menn og á annan hátt. Því önnur rit hafa fundist eftirí
hann, einkum bréf. Hann var 6. konungur af fyrstu semítisku
konungsættinni í Babýlóníu. Konungar þessir voru nýir menn f
landinu, »Vestlendingar«. Peir virðast hafa verið af þjóðflokki
einum, sem var kominn að vestan, náskyldum Aröbum og Sýr-
lendingum.
Áður höfðu margir smákonungar ríkt í landinu samtímis. En
Hammúrabí gerði alla Babýlóníu að einu ríki og bæinn Babel
höfuðborg þess. Hann fór eins að í Babýlóníu og Haraldur hár-
fagri í Noregi.
Hann var mikill og góður konungur. Honum var ant um að
efla hag og velgengni ríkis síns á allan hátt. En þegar hann féll
frá, tók ríkinu að hnigna, því eftirmenn hans voru eigi jafnmiklir
skörungar og hann hafði verið.
Hér fór líkt og eftir dauða Karls mikla í Norðurálfunni. Pótt
eftirmenn hans væru engir skörungar, þá stóð þó sumt af afreks-
verkum hans lengi. Eitt af stórvirkjum hans var »Hammúrabí-
lögin«.
Hammúrabí ríkti full 42 ár. Menn telja að hann hafi verið
uppi um 2000 árum f. Kr. Sumir hafa sagt 2200. Á síðustu ár-
um er það skoðun manna, að hann hafi verið seinna uppi og dá-
ið 1916 f. Kr.
I ritningunni er talað um Amrafel konung í Sínear (1. Mós.
14,1). Pað er líklega sami maðurinn og Hammúrabí. Hann og
Abraham hafa þá verið uppi á sama tíma.
Hammúrabí-steinninn hefir fyrst staðið í Esagila, hofi guðsins