Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 8

Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 8
84 Melatíglar og þúfur. Melasléttur á íslandi eru oft einkennilega köflóttar eða tígl- aðar af malarrákum eða smásteinum, sem liggja í röðum í sprung- um jarðvegsins; holtajurtir hafa oft sezt að í malarrákunum, af því þær hafa þar betra skjól, en miðja tíglanna er vanalega leir- borin, malarlaus og gróðrarlaus. Slíka melatígla hafa jarðfræð- ingar víða athugað í heimskautslöndum, þar sem klaki er í jörðu fram eftir sumrinu, en þeir þekkjast ekki í þeim löndum, þar sem loftslagið er heitara á vorin, og jarðvegurinn sjaldan frosinn. Um athuganir mínar, er snerta þessi jarðvegs-fyrirbrigði á íslandi, hefi ég ritað grein í Petermanns Mitteihmgen 1913, II, bls. 253— 255: »Polygonboden und »thúfur« auf Island«, og set hér stutt ágrip af efni hennar, af því athugun slíkra hluta hefir sérstaka þýðingu á íslandi. Melatíglar eru algengir á Islandi á flatlendi með leirbornum jarðvegi, sérstaklega þar sem móhelludusti er blandað saman við. Par er klaki í jörðu á vorin sem annarstaðar, og bræðsluvatnið fær eigi afrensli vegna hallaleysis, fyr en klakahellan er þiðnuð. Fyrsta orsök tíglanna eru sprungur, sem myndast við samdrátt í hinum leirblendna jarðvegi, sumpart við þurk, sumpart af frostí. Slíkar sprungur má finna í öllum leirlögum, jarðvegi og mold, þó þær séu oft örsmáar. Par sem yfirborð á flatlendi er samsett af ■eintómum sandi eða möl, er það í vorleysingum alt jafn-vatns- ósa, þangað til klaki fer úr jörðu og vatn smátt og smátt guf- ar upp eða fær afrás. Oðruvísi hagar til, þar sem jarðvegur er leirblandinn og sprunginn, þar eru rifur um alt yfirborðið, eins og möskvar á neti. Jarðklakinn hindrar afrensli niður á við, en smá- bráðnar að ofan; jarðvegurinn þiðnar á daginn, en frýs á nóttu. Vatnið í rifunum er frosið meðan kuldi er í lofti og myndar upp- standandi, örþunnar, óreglulegar klaka- eða þela-flögur, sem bráðna seinna en miðbik möskvanna. Á daginn, meðan sól er á lofti, gufar vatnið upp á yfirborði, og þurkar hitinn þá mest miðbik möskvanna; nú hefir leir með vissri kornastærð mikinn sogpípu- kraft, og hafa tilraunir sýnt, að hann getur jafnvel sogið í sig 40°/o af rúmtaki. Af þessum orsökum sogast bræðsluvatnið úr botnklakanum upp á við í möskvunum, þangað sem þurrast er, til að koma á jafnvægi, og flytur smátt og smátt með sér ör-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.