Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Page 8

Eimreiðin - 01.05.1914, Page 8
84 Melatíglar og þúfur. Melasléttur á íslandi eru oft einkennilega köflóttar eða tígl- aðar af malarrákum eða smásteinum, sem liggja í röðum í sprung- um jarðvegsins; holtajurtir hafa oft sezt að í malarrákunum, af því þær hafa þar betra skjól, en miðja tíglanna er vanalega leir- borin, malarlaus og gróðrarlaus. Slíka melatígla hafa jarðfræð- ingar víða athugað í heimskautslöndum, þar sem klaki er í jörðu fram eftir sumrinu, en þeir þekkjast ekki í þeim löndum, þar sem loftslagið er heitara á vorin, og jarðvegurinn sjaldan frosinn. Um athuganir mínar, er snerta þessi jarðvegs-fyrirbrigði á íslandi, hefi ég ritað grein í Petermanns Mitteihmgen 1913, II, bls. 253— 255: »Polygonboden und »thúfur« auf Island«, og set hér stutt ágrip af efni hennar, af því athugun slíkra hluta hefir sérstaka þýðingu á íslandi. Melatíglar eru algengir á Islandi á flatlendi með leirbornum jarðvegi, sérstaklega þar sem móhelludusti er blandað saman við. Par er klaki í jörðu á vorin sem annarstaðar, og bræðsluvatnið fær eigi afrensli vegna hallaleysis, fyr en klakahellan er þiðnuð. Fyrsta orsök tíglanna eru sprungur, sem myndast við samdrátt í hinum leirblendna jarðvegi, sumpart við þurk, sumpart af frostí. Slíkar sprungur má finna í öllum leirlögum, jarðvegi og mold, þó þær séu oft örsmáar. Par sem yfirborð á flatlendi er samsett af ■eintómum sandi eða möl, er það í vorleysingum alt jafn-vatns- ósa, þangað til klaki fer úr jörðu og vatn smátt og smátt guf- ar upp eða fær afrás. Oðruvísi hagar til, þar sem jarðvegur er leirblandinn og sprunginn, þar eru rifur um alt yfirborðið, eins og möskvar á neti. Jarðklakinn hindrar afrensli niður á við, en smá- bráðnar að ofan; jarðvegurinn þiðnar á daginn, en frýs á nóttu. Vatnið í rifunum er frosið meðan kuldi er í lofti og myndar upp- standandi, örþunnar, óreglulegar klaka- eða þela-flögur, sem bráðna seinna en miðbik möskvanna. Á daginn, meðan sól er á lofti, gufar vatnið upp á yfirborði, og þurkar hitinn þá mest miðbik möskvanna; nú hefir leir með vissri kornastærð mikinn sogpípu- kraft, og hafa tilraunir sýnt, að hann getur jafnvel sogið í sig 40°/o af rúmtaki. Af þessum orsökum sogast bræðsluvatnið úr botnklakanum upp á við í möskvunum, þangað sem þurrast er, til að koma á jafnvægi, og flytur smátt og smátt með sér ör-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.