Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 53
129
hann hreyfði sig, þó hann gerði ekki nema að flytja þunga sinn af
einum fætinum á annan. En undireins og hann stóð kyr, heyrði
hann stunur og andþyngsli barnanna, sem var óhægt í svefni. Og
hann vissi, að konan hans hlaut að vera vakandi, því hann heyrði
ekki andardrátt hennar. En hann lét sem hann vissi ekki annað,
en að hún svæfi. Og þegar hann var klæddur, læddist hann fram
að uppgöngunni, opnaði með hægð hlerann og fór ofan.
Hann var svo kunnugur kofum og krangölum, að hann þurfti
ekki einu sinni að þreifa fyrir sér. Hann beygði sig af vana, án
þess að vita af því, þegar hann kom að hlöðudyrunum, sem ekki
voru annað en ofurlítil smuga. Svo reif hann niður hey í geil.
Gætti þess, að taka jafnt af stabbanum. Hristi það upp, til þess
að blanda rekjunum meðfram veggnum saman við góðu töðuna —
alt saman í myrkrinu. Saxaði síðan töðubinginn upp í fang sér,
hristi tugguna, til þess að slæða ekki á leiðinni, og rólaði síðan
með hana hálfboginn út um dyrasmuguna, dálítið fram eftir göng-
unum og inn um aðrar dyr, sem þar voru. — Kýrin hafði vakn-
að, þegar hann fór framhjá fjósdyrunum á leið fram í hlöðuna.
Hún heilsaði honum, þegar hann kom með tugguna, með lágu
bauli. Hann tróð sér upp í básinn meðfram henni og fleygði gjöf-
inni niður með veggnum fyrir framan hana. Að svo búnu tók
hann upp eldspýtnastokk, og kveikti á kolu- sem hékk í stoð á
tröðinni. Svo mokaði hann saman í flórnum. Og ætlaði svo út,
að gá til veðurs.
Pað hafði verið gríðar fannkoma um nóttina. Hann varð að
lyfta bæjardyrahurðinni, sem opnaðist út á hlaðið, af hjörunum,
því það var fent fyrir dyrnar. Pegar hann loksins náði hurðinni
a rönd inn í bæjardyrnar, sá hann ekkert nema hvítan snjóskafl-
inn. Hann varð að grafa sig upp með þilinu, til þess að komast
út. fað var hætt að snjóa. Nóttin var heið og það var blæja-
'°gn. Stóri-Jón fór svo að moka göng frá bæjardyrunum út í
gegnum skaflinn. Hann hamaðist eins og hann gat. Mokaði eins
og berserkur, og reyndi að hugsa um ekkert annað á meðan.
Hann gerði, með vilja, göngin helmingi breiðari en þurfti. Og
undireins og hann var búinn með þau, fór hann í óða önn að leita
uppi holuna niður að læknum, sem var eina vatnsbólið. Pað var
slétt af börmum yfir gilið. En á endanum fann hann þó vatns-
bólið, með miklum erfiðismunum.
Pá var farið að lýsa af degi. Hann fann ekki fleira að taka