Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 42
Ég ímynda mér, að allar fornþjóðir hafi haft að meira eða minna leyti skýra trú á guðlega opinberun. Babýlóningar trúðu því, að alt, sem bar við á jörðunni, væri skuggsjá-myndir himneskra viðburða. En á hinn bóginn er kvartað yfir því í babýlónskum sálmi, að enginn fái full skil fyrir skoðun guðanna á góðu og illu. Beir trúðu á opinberun, en þeim þótti hún eigi ljós, að því er siðfræði snertir. Gyðingdómur og kristindómur telja sig sérstaka guðlega op- inberun, en neita því ekki, að guð hafi opinberast öðrum. Páll segir: »Pað, er vitað verður um guð, er augljóst á meðal þeirra (heiðingjanna), því að guð hefir birt þeim það« (Róm i. 19). Djúpvitrustu hugsanir mannanna standa í sérstöku sambandi við guð. Opinberanir þær, er þeir Hammúrabí og Móse byggja lög sín á, verða að skoðast í ljósi lífsreynslunnar og sögunnar, svo hægt sé að sjá, hvort þær séu það, sem þær þykjast vera. Lítum fyrst á mennina, sem taka á móti opinberuninni. Móse beygir sig djúpt fyrir guði, gengur sjálfur til hliðar og læt- ur guð tala. Hammúrabí er stórorður, hrósar sjálfum sér, stór- virkjum sínum og viturlegum lögum. Hér eru tvær ólíkar af- stöður gagnvart guðdómnum. Líti menn á efni laganna, þá finna menn hjá Hatnmúrabí hyggilegar og góðar hugsanir. En Móselögin bera fram fyrir samvizkuna vitnisburð, sem er meiri en mannlegt mál. I Assúrbanípals-bókasafni eru brot af Hammúrabí-lögum í eftirriti. Mörg eftirrit virðast hafa verið tekin af lögunum. Og stóri steinninn er líklega fyrirmyndar-eintak af eftirritum þessum. Pað er því eigi framar ólíklegt, að Jósva hafi látið rita á steina eftirrit af Móse-lögum Qós. 8. 32). Hammúrabí-lögin hafa sjálfsagt verið kunn eigi að eins í Ba- bel, heldur og umhverfis í öðrum löndum, alla leið vestur að hafi. Abraham og hinir ættfeðurnir virðast hafa haft lög. Sum atriði í sögu þeirra minna á það. Hammúrabí segir í 146. gr.: »Maður nokkur hefir tekið sér konu og hún hefir gefið mannin- um þernu, og þernan hefir átt barn. Pernan telur sig jafna hús* móður sinni. Húsmóðirin má ekki selja hana fyrir peninga, sakir þess að þernan hefir átt barn. En húsmóðirin skal setja þræls- merki á hana og telja hana með ambáttum.« Petta minnir á Söru og Hagar og virðist hafa verið lög í húsi Abrahams.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.