Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 10
86
jurta eöa rótarflækjum, t. d. af melgresi eða fjöruarfa o. s. frv.
Sumstaðar myndast þúfuhnúskar af miklum áburði á sama stað
(hundaþúfur, fuglaþúfur). Par sem grunnvatnið stendur mjög hátt
í jarðvegi eða þekur hann og frýs í samanhangandi hellu, t. d.
í mýrum og flóum, myndast smáþúfur af stararflækjum og mosa,
en dys eða rústir til fjalla eru vanalega flæðumóar á takmörkum
mýra og móa.
P Th.
Silki úr þangi.
Pað er nú eigi allskamt síðan að menn fundu upp á að búa
til silki úr plöntusellusefni (Cellulosej. í fyrstunni var þess konar
silki skoðað sem undravert fágæti, en nú er það orðið al-
menn verzlunarvara, sem fengið hefir mikla útbreiðslu og menn
geta ekki án verið.
En nú hefir læknir einn í Austurríki, dr. L. Sarason í Meran
(í Týról), sem áður var orðinn þjóðkunnur fyrir ýmsar uppgötvanir,
stigið það feti framar á sömu brautinni, að hann hefir uppgötvað,
að búa má til silki úr þangi — einmitt þess konar þangi, sem
svo mikið hrúgast upp af við strendurnar í Noregi, Normandíi,
Kanada og Islandi. Hingað til hafa þessar þangtegundir verið
notaðar til joðbrenslu (til að búa til joð úr þeim), en nú má líka
fara að búa til úr þeim silki, og kvað það silki vera aðdáanlega
fagurgljáandi. Pað er því spá manna, að þangsilki-iðnaður
muni eiga mikla framtíð í vændum, með þvi aðferðin við að búa
til silkislý úr þangslíminu kvað vera mjög einföld og hefir fengið
einróma lof sérfræðinga í þessari grein. Sú reynsla, sem þegar
er fengin, hefir leitt til þess, að enskir auðmenn hafa stofnað fé-
lag, til þess að notfæra sér einkarétt dr. Sarasons til þangsilki-
gerðar.