Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 54

Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 54
130 sér fyrir hendur fyrst um sinn. Svo það var ekki annað að gera, en nauðugur viljugur að halda í bæinn. Á leiðinni inn í baðstofuna leit hann inn í fjósið. Kolan hékk þar ekki lengur, svo konan hlaut að hafa sótt hana, meðati hann var úti við. Svo læddist hann inn göngin. Og neðan við uppgönguna nam hann staðar og hlustaði. Og hann heyrði, það sem hann kveið — grátinn í börnunum. tJau voru vöknuð, bæði drengurinn og stúlkan, og grátandi báðu þau bæði mömmu sína um að gefa sér eitthvað að borða, — hrópuðu, eins og þau voru vön, á mat, mat, mat . . . Og þarna, neðan við uppgönguna, stóð Stóri-Jón, sem var bæði hár og þrekvaxinn, titrandi á beinunum, en — ráðalaus. Hann tárfeldi ekki, en grét í hjarta sínu eins og barn. Og hann fann ekki til sultar sjálfs síns. Eða þá sultur hans sameinaðist svo náið sorg hans, að hann þekti þau ekki að. Hann heyrði, að konan hans var að reyna að hugga börnin og þagga niður í þeim. — þegar kýrin er búin með gjöfina, — heyrði hann hana segja, — og búið er að brynna henni, skal ég fara fram og mjólka. Verið þið nú góð börn á meðan. En rödd hennar var sorgmædd, því hvað hrökk sopinn úr kúnni! það var eins og örvæntingin alt í einu yfirbugaði Stóra-Jón. Honum varð dimt fyrir augum, og fanst ætla að svífa að sér. Hann reikaði eins og drukkinn maður fram í bæjardyrnar, tók strigaströngul, með einhverju hörðu í, undan einni sperrunni, og kom fyrst til sjálfs sín aftur, við að hann stóð og reyndi eggina í skurðarhnífnum sínum, sem hann geymdi í strigaumbúðum, til þess að verja hann ryði. þegar hann áttaði sig á hugsunum sín- um, sló að honum vanmegni, svo að hann varð að styðja sig upp að veggnum, til þess að detta ekki um koll. Og hann lét aftur augun og tautaði hvað eftir annað: — Guð hjálpi mér, guð hjálpi mér, guð hjálpi mér — — — Svo stakk hann hnífnum upp undir sperruna aftur og gekk inn. Börnin þögnuðu, undir eins og hann opnaði hlerann. Konan leit sem snöggvast framan í hann. Hún hafði stór brún augu, en andlitið var fölt og hungurtært. Augu þeirra mættust. Hann leit undan og settist þegjandi niður á bríkina á rúmi, sem stóð autt. þau sátu lengi og yrtust ekki á. Dagurinn smá-lýsti rúðurnar í glugganum, sem voru hvítar af hélu. Konan sat og prjónaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.