Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 55

Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 55
Pað heyrðist ekkert nema smellirnir í prjónunum, þegar þeir mætt- ust í lykkjunni. Og stundum óviljandi andvarp frá öðruhvoru barnanna, sem kæfðu niðri í sér grátinn. Svo lagði konan alt í einu prjónana frá sér, tók koluna og ætlaði fram. — Eg er ekki búinn að brynna kúnni, sagði Stóri-Jón og stóð á fætur. Hún staldraði við, eins og hún ætlaði eitthvað að segja, fyrst búið var að rjúfa þögnina. En svo rétti hún honum þegjandi kol- una, og hann fór ofan. — Ef þið eruð þæg börn, þá skuluð þið fá volga nýmjólk eftir ofurlitla stund, sagði hún við börnin, og fór ofan rétt á eftir manni sínum. Börnin lágu stundarkorn þegjandi. Svo sagði stúlkan, sem var dálítið yngri en drengurinn. — Við fáum víst engin kerti til jólanna. Hún ætlaði að segja það svona blátt áfram, en röddin titraði. — Nei, snökti drengurinn, — og engan jólagraut. — Og ekki heldur laufabrauð eins og við erum vön. — Og ekkert jólabrauð. Drengurinn grét í hljóði. — Mamma grætur svo oft, sagði stúlkan, en lét enn þá ekki undan grátnum; en röddin var orðin skræk og enn óstyrkari en áður. — Bara við værum ekki svona svöng, hágrét drengurinn alt í einu. Pá þoldi stúlkan ekki mátið, — viðkvæðið var stöðugt það sama: — Ég er svo svangur . . . Ég er svo svöng . . . — — — Stóri-Jón jós vatni með stryffu upp úr tunnu í fjósinu, og setti svo skjóluna fyrir kúna, sem strax svolgraði dæg- urstaðið vatnið. Pá kom kona Jóns alt í einu inn í fjósið. Hún leit ekki á hann. En hún sagði í hálfum hljóðum, eins og hún bæði hann um leið afsökunar á því, að hún mintist á það: I dag hef ég ekkert annað en dropann úr kúnni — þess- ar fjórar merkur. Hann gegndi því ekki undireins. Hann hafði ekki augun af því, hvernig vatnið minkaði í fötunni, eftir því sem kýrin drakk. — Og það er aðfangadagur á morgun, sagði konan, enn lægra en áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.