Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 55
Pað heyrðist ekkert nema smellirnir í prjónunum, þegar þeir mætt-
ust í lykkjunni. Og stundum óviljandi andvarp frá öðruhvoru
barnanna, sem kæfðu niðri í sér grátinn. Svo lagði konan alt í
einu prjónana frá sér, tók koluna og ætlaði fram.
— Eg er ekki búinn að brynna kúnni, sagði Stóri-Jón og stóð
á fætur.
Hún staldraði við, eins og hún ætlaði eitthvað að segja, fyrst
búið var að rjúfa þögnina. En svo rétti hún honum þegjandi kol-
una, og hann fór ofan.
— Ef þið eruð þæg börn, þá skuluð þið fá volga nýmjólk
eftir ofurlitla stund, sagði hún við börnin, og fór ofan rétt á eftir
manni sínum.
Börnin lágu stundarkorn þegjandi. Svo sagði stúlkan, sem
var dálítið yngri en drengurinn.
— Við fáum víst engin kerti til jólanna.
Hún ætlaði að segja það svona blátt áfram, en röddin titraði.
— Nei, snökti drengurinn, — og engan jólagraut.
— Og ekki heldur laufabrauð eins og við erum vön.
— Og ekkert jólabrauð.
Drengurinn grét í hljóði.
— Mamma grætur svo oft, sagði stúlkan, en lét enn þá ekki
undan grátnum; en röddin var orðin skræk og enn óstyrkari
en áður.
— Bara við værum ekki svona svöng, hágrét drengurinn alt
í einu. Pá þoldi stúlkan ekki mátið, — viðkvæðið var stöðugt
það sama:
— Ég er svo svangur . . . Ég er svo svöng . . .
— — — Stóri-Jón jós vatni með stryffu upp úr tunnu í
fjósinu, og setti svo skjóluna fyrir kúna, sem strax svolgraði dæg-
urstaðið vatnið. Pá kom kona Jóns alt í einu inn í fjósið. Hún
leit ekki á hann. En hún sagði í hálfum hljóðum, eins og hún
bæði hann um leið afsökunar á því, að hún mintist á það:
I dag hef ég ekkert annað en dropann úr kúnni — þess-
ar fjórar merkur.
Hann gegndi því ekki undireins. Hann hafði ekki augun af
því, hvernig vatnið minkaði í fötunni, eftir því sem kýrin drakk.
— Og það er aðfangadagur á morgun, sagði konan, enn
lægra en áður.