Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 24
IOO Berklaveikin og baráttan gegn henní. Erindi flutt á bændanámsskeiði 1913. Eftir ÓLAF THORLACIUS, lækni. Pað ber margt til þess, að ég hefi valið mér berklaveikina að umtalsefni öðrum fremur. Fyrst og fremst það, að berklaveik- in er að verða, eða er þegar orðin, þjóðarmein vor íslendinga. I öðru lagi er það, að hún hefir á síðari árum gert talsvert vart við sig einmitt í þessu bygðarlagi, sem við nú erum stödd í, og j þriðja lagi er hún einmitt vel til þess fallin, að gerast að umtals- efni á Æ««í/anámsskeiði, sökum þess, að hún er ekki aðeins mein- vættur mannkynsins, heldur einnig sumra húsdýranna. Mentaþjóðir heimsins hafa nú á síðustu áratugum hafist handa og myndað ýmiskonar félagsskap gegn þessum vogesti — hafið gegn honum hvíldarlausa baráttu, með allri þeirri orku og fjárafla og öllum þeim tækjum, sem nútíðarmenningin ræður yfir. Einn þátturinn í þessari báráttu gegn berklaveikinni er uppfræðing al- mennings á eðli og háttum veikinnar. Til þessa hefir fremur lítið verið gert í þá átt hér á landi. Hið helzta er útgáfa og útbýting á berklabókinni, sem gefin var út árið 1903, og kostuð af almannafé. Pað er ágætisrit, sem vert er fyrir hvern mann að kynna sér sem bezt. Pó hygg ég, að það sé sönnu næst, að meiri stund sé lögð á lestur reyfarasagna þeirra, er gefnar hafa verið út á bjöguðu máli nú upp á síðkastið, þótt ekki séu þær til mikillar andlegrar uppbyggingar. — Auk út- gáfu berklabókarinnar hafa verið haldnir stöku fyrirlestrar um berklaveikina á víð og dreif um landið, helzt við bændanámsskeið- in, og með því má heita lokið því, sem gert hefir verið til að fræða almenning um veikina opinberlega. Sú þýðing, sem Heilsu- hælið hefir í þessu efni, er alveg sérstaks eðlis, og mun ég síðar víkja að því. Pað virðist því engin vanþörf á, að gera þessa þjóðarmein- semd að umtalsefni á öðrum eins samkomum og þessari. ORSAKIR. Hin eiginlega beina orsök þess, að menn eða skepnur fá berklaveiki, er sú, að sóttkveikja sú, er veikinni veldur — berkla- gerillinn —, berst inn í líkami þeirra, festir þar rætur, eykst þar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.