Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 80
156
ver prentunina heldur en dráttmyndirnar. I*ví miður er engum gefið að geta gert
gys að sjálfum sér. Annars mundi Át Hácklefjáll vera gullnáma fyrir jafn-athugulan
og snjallan lýsanda mannlegrar vesaldar og Albert Engström. S. N
VIGGO ZADIG: RELIGIO. Stokkhólmi 1913.
Viggó Zadig, kennari í Eslöf, dvaldi á stúdentsárum sínum um hríð á íslandi,
lærði íslenzku og kyntist landi og þjóð, og hefir síðan bæði haldið fyrirlestra og
ritað um Tsland. Hann hefir nú gefið út skáldsögu, og er hún, eins og 'nafniÐ bend-
ir á, mest um baráttu ungs manns við örðugasta viðfangsefnið: að mynda sér lífs-
skoðun. Zadig hefir notað endurminningar sínar frá Islandi í umgjörð bókarinnar.
fegar sagan hefst, er aðalpersónan, Rune Reh, þar á ferð, og síðar segir hann frá,
þegar islenzkir námsmenn heimsækja hann í Lundi. Kennir í bókinni næmrar sam-
úðar og skilnings á því, sem íslenzkt er. Og öll er hún prýðilega rituð.
5. N.
UM ÍSLAND
hefir ungfrú Laufey Valdimarsdóttir, stud. mag.» sem býr á »Hagemanns Kolle-
gium« í Kaupmannahöfn, ritað dálitla grein í ársrit þessarar góðkunnu stofnunar.
Lýsir hún þar Reykjavík í fáum dráttum og talar síðan um ýmislegt af hinu ein-
kennilegasta í þjóðlífinu. Er greinin einkar vel rituð og með glöggu auga fyrir
því, hvað útlendingum hæfi bezt. En auðvitað varð rúmsins vegna að fara fljótt
yfir sögu. M. a. minnist ungfrúin á uppruna orðsins »menning« og gefur í skyn, ao
þótt »kúltúr« Tslendinga sé ekki jafnsniðföst og margra annarra þióða, geti verið að
hún eigi jafnmikið mannlegt gildi, innra gildi. Mætti margt um þetta rita með og
móti. En orðin sýna a. m. k., að þessa ungu námsmey, sem stundar erlend mál
og bókmentir við erlendan háskóla, vantar ekki metnað fyrir hönd þjóðar sinnar.
5. N.
MITTEILUNGEN DER ISLANDFREUNDE. I, 1—3.
Af tímariti »Islandsvinafélagsins«, sem getið var í Eimr. XIX, 230, eru nú út
komin 3 hefti og er í þeim allmikill fróðleikur. Er þar meðal annars skrá yfir rit
um Island, er komið hafa út á þýzku síðan um aldamótin 1900, og á seinna að
koma samskonar skrá yfir tímaritsgreinar og blaða um sama efni og fleiri þesskonar
upplýsingar. í^ar eru ritdómar bæði um íslenzkar bækur og um útlend rit um ís-
land, um ferðir til íslands, fréttir frá íslandi af ýmsu tægi, þýdd sýnishorn úr ís-
lenzkum bókum (t. d. síðustu sögu Jóns Trausta: »Sigur lífsins«) og margt fleira.
Og þar sem alt er hér svo vandað og áreiðanlegt og gert af þeirri þekkingu, sem
Þjóðverjar einir hafa til að bera, að því er fsland snertir, þá er sannarlega ástæða
til fyrir oss að gleðjast yfir þessu riti, sem hlýtur að auka þekkingu útlendinga á
Islandi að miklum mun. Og bókasöfnin heima mega til að kaupa það. — Rit-
stjóri þess er prófessor dr. W. Heydenreich í Eisenach, og er ritstjórnin þar í
góðum höndum.
Meðlimir »íslandsvinafélagsins« eru nú orðnir á annað hundrað, og vill stjórnin
láta þess getið, að allir Islendingar séu velkomnir í félagið. V. G.