Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 36
112
tað, sem gert hefir verið hér á landi til að stemma stigu
fyrir berklaveiki, er enganveginn lítið, þegar litið er til þess, hve
stutt er síðan þær tilraunir hófust. Og þótt flest af því sé frem-
ur ófullkomið enn og standi til bóta, þá verður þó ekki annað
sagt, en að það sé gói) byrjun. Löggjafar- og fjárveitingarvaldið
hefir gefið lög um varnir gegn berklaveikinni 3/io '03, veitt fé til
útgáfu berklabókarinnar og allmikinn styrk til byggingar og rekst-
urs heilsuhælisins. Pá hefir verið stofnað heilsuhælisfélag (1906),
sem ætlast var til, að tæki yfir land alt, og sem flestir landsbú-
ar styddu. Undirtektirnar undir það voru allgóðar í fyrstu, en því
miður hefir áhuginn á því sýnil. dofnað, er frá leið, og er það illafarið.
En langmesta sporið, sem stigið hefir verið í þessu efni er
stofnun Heilsuhælisins á Vífilstöðum. Sú stofnun verður þeim,
sem fyrir henni gengust, til ævarandi sóma og landi voru og þjóð
til sæmdar, enda stendur hælið okkar, að dómi fróðra manna í
þeirri grein, fyllilega jafnfætis samskonar stofnunum erlendis. En
það á, eins og margt annað hjá oss, erfitt með fjárhaginn, og er
það satt að segja lítill sómi fyrir oss íslendinga, ef vér látum jafn-
þjóðþarfa stofnun veslast upp, en eyðum árlega stórfé í glingur
og glatin, sem oss er til lítilla nytja. Ef hvert heimili á landinu
gæfi árlega 2 kr. til hælisins, segir G. Bj. landlæknir í blaðagrein
í fyrra, þá væri fjárhag þess langsamlega borgið. Og sem betur
fer, eru þau þó ekki mörg heimilin hér á landi, sem svo eru aum-
lega stödd, að þau muni verulega um einar 2 kr. á ári, enda
venjulega hægt að finna eitthvað til að spara við sig aftur í stað-
inn, ef viljinn er nógu sterkur. Vegna þessa fjárskorts, hefir
Heilsuhælið orðið að hækka meðgjöfina með sjúklingum, og er
slíkt illa farið, því að fátæka sjúklinga, sem þurfa langrar hælis-
vistar, munar miklu meira um 25 eða 50 aura daglega meðlags-
hækkun, heldur en fátækt heimili um 2 kr. á ári. En þ'að er ekki
viljann, sem almenning vantar til svona lítilla fjárframlaga, það er
ég viss um, heldur brestur framgöngu og framtakssemi. Ef
einn maður eða kona í hverri sveit, eða tveir, vildu leggja fram
krafta sína af allri alíu), til að ná saman þessum 2 kr., þá er ég
viss um, að það væri létt verk. — Látið þið sjá, sem hér eruð
stödd, — bindist fyrir svona löguðum samskotum í sveitinni hjá
ykkur á hverju einasta ári, og þið skuluð sjá, að það gengur
greitt. Pið vinnið með því þarft og þakksamlegt guðsþakkaverk.
Pað getur líka komið sú tíð, fyr eða síðar, að þið sjálf eða frænd-