Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 51
12 7
15 sm. langt og 12 sm. breitt, er helt hálffult af kvikasilfri, og
ofan í það dálítið af vínanda, til þess að hindra, að kvikasilfrið
skvettist út úr fatinu eða gufi burt. Bezt er að hita kvikasilfrið
dálítið, áður en það er notað til baðsins. Sjúklingurinn dýfir nú allri
hendinni niður í fatið, og heldur henni þar nokkrar sekúndur eða
alt upp að einni mínútu. í baðinu legst kvikasilfrið fast upp að
öllum hrukkum og köntum handarinnar öllum megin, og sökum
hinnar miklu eðlisþyngdar þess fær öll höndin svo jafna og fasta
þrýstingu, að hún hvítnar alveg upp, verður blóðlaus. Blóðið
þrýstist upp í líkamann, á líkan hátt og verður við handnuddið;
en við kvikasilfurbaðið varir þrýstingin nokkru lengur, er jafnari
og jafnþétt frá öllum hliðum. Sjúkdómskendir vökvar í liðamótum
dreifast og þrýstast á burt, á líkan hátt og blóðið. Eftir að hönd-
in er dregin upp úr baðinu, fyllast allar æðar hennar aftur með
ríkulegra blóðmagni en áður. Sjúklingurinn er vanalega látinn
dýfa niður hendinni og draga upp 50—60 sinnum í hvert skifti, sem
þessi lækningaraðferð er viðhöfð.
Kvikasilfurbaðið kvað hafa gefið frábærilegan árangur við téða
sjúkdóma, einkum við stirðleika og bólgu í fingrum. En sá hæng-
ur er á almennri notkun þess, að kvikasilfur er því miður mjög
dýrt. 1 pottur af því kostar rúmlega 75 krónur.
II. SJALDGÆF »ÓPERATÍÓN«.
Fyrir skömmu gerði þýzkur læknir mjög sjaldgæfa og fín-
gerða óperatíón á fiðluleikara einum, sem þjáðist svo mjög af gigt-
bólgu í einum af liðamótum litla fingurs vinstri handar, að honum
var ómögulegt að halda áfram lífsstarfa sínum. Pegar fiðluleikar-
inn kom til læknisins, var hann mjög þjáður af sársauka og eymsl-
um í liðnum, auk þess að sjúkdómurinn hafði gert hann atvinnu-
lausan. Læknirinn bauðst nú til að reyna að hjálpa honum með
skurðlækningu, og gekk fiðluleikarinn að því. Læknirinn skar svo
fingurinn upp, losaði sinar, taugar og æðar frá beinum, án þess að
skera þær í sundur eða skadda á nokkurn hátt; og að því búnu
sagaði hann hin sjúku liðamót burt úr fingrinum. Því næst gerði
hann skurð á fjórðu tánni á öðrum fæti sjúklingsins, og losaði
þar á sama hátt sinar, taugar og beinhimnu frá beinum táarinnar,
og tók burt ein af liðamótum táarinnar á sama hátt og fingur-
iiðamótin, og saumaði þau áföst við báða stúfa litlafingursins í
staðinn fyrir hin sjúku liðamót. Síðan sáumaði læknirinn bein-
9’