Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 58

Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 58
134 fyrir. Hann gat næstum þvi ekki talað skilmerkilega fyrir bræði. Og hann þagði um stund, áður en hann bætti við: — Eg á tvö svöng börn heima. En þá stóð verzlunarstjórinn aftur á fætur, og gekk til móts við hann, þrútinn í framan af bræði. — Hvern djöfulinn kemur það mér við! Á ég að sjá fyrir krökkunum yðar? Ég hefi verið altof fús til að lána yður fyr. Eér skuldið verzluninni meira en ég með nokkru móti get varið. Eér megið þakka fyrir, að ég læt ekki sækja kúna yðar -og selja hana upp í skuld, — að ég læt ekki rífa ofan af yður og krökk- unum yðar kofana, og selja alt, sem nýtilegt er. — Það er ekki svo langt síðan þér bygðuð, svo viðirnir geta varla verið orðnir fúnir. Og ef yður er vansæmi að því, að fara á sveitina, þá get- ur það varla verið yður sæmandi, að nauða á mér og grátbæna mig lengur. Stóri-Jón hafði staðið álútur og auðmjúkur frammi fyrir verzl- unarstjóranum. En nú rétti hann úr sér og hóf höfuðið. — Nei, það er það heldur ekki. Ég er ofgóður til að grát- bæna annan eins lúsablesa eins og yður. Hefi ég ekki skift við yður í mörg árr Og hefi ég ekki ætíð staðið eins vel í skilum og mér framast var auðið? Ég ætla, að verzlunin hafi grætt ríf- lega þessi tvö hundruð á þeim viðskiftum! Nú sem stendur á ég í basli. Éér vitið, að alt féð mitt fenti í haust, einu sinni er ég var að heiman, og ég hefi ekki fundið nema skrokk og skrokk — óæta flesta. Pér viljið strax senda mig á sveitina. En —• lifandi skal ég ekki lenda á sveitina. Peirrar ánægju vil ég ekki unna yður. Hann hló kulda og harðneskju hlátri. > — Verið þér sælir sagði hann og greip hendina á verzlunar- stjóranum, áður en hann gat komið í veg fyrir það. Og takið þér eftir því, sem ég segi: ég og fjölskylda mín förum ekki á sveitina —ekki lifandi. — Kúna getið þér látið sækja. En þér ættuð að láta gera það sem fyrst — annars kann hún að sálg- ast úr sulti. Og þér getið látið rífa kofana — ofan af skrokk- unum. Og svo að endingu: gleðileg jól! Stóri-Jón hristi hönd verzlunarstjórans svo fast, að hann varð að taka á allri hörku sinni, til að verjast hljóðum. Hann hélt, að hvert bein væri molað. Stóri-Jón laut ofan að honum qg hvæsti framan í hann:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.