Eimreiðin - 01.05.1914, Síða 58
134
fyrir. Hann gat næstum þvi ekki talað skilmerkilega fyrir bræði.
Og hann þagði um stund, áður en hann bætti við:
— Eg á tvö svöng börn heima.
En þá stóð verzlunarstjórinn aftur á fætur, og gekk til móts
við hann, þrútinn í framan af bræði.
— Hvern djöfulinn kemur það mér við! Á ég að sjá fyrir
krökkunum yðar? Ég hefi verið altof fús til að lána yður fyr.
Eér skuldið verzluninni meira en ég með nokkru móti get varið.
Eér megið þakka fyrir, að ég læt ekki sækja kúna yðar -og selja
hana upp í skuld, — að ég læt ekki rífa ofan af yður og krökk-
unum yðar kofana, og selja alt, sem nýtilegt er. — Það er ekki
svo langt síðan þér bygðuð, svo viðirnir geta varla verið orðnir
fúnir. Og ef yður er vansæmi að því, að fara á sveitina, þá get-
ur það varla verið yður sæmandi, að nauða á mér og grátbæna
mig lengur.
Stóri-Jón hafði staðið álútur og auðmjúkur frammi fyrir verzl-
unarstjóranum. En nú rétti hann úr sér og hóf höfuðið.
— Nei, það er það heldur ekki. Ég er ofgóður til að grát-
bæna annan eins lúsablesa eins og yður. Hefi ég ekki skift við
yður í mörg árr Og hefi ég ekki ætíð staðið eins vel í skilum
og mér framast var auðið? Ég ætla, að verzlunin hafi grætt ríf-
lega þessi tvö hundruð á þeim viðskiftum! Nú sem stendur á ég
í basli. Éér vitið, að alt féð mitt fenti í haust, einu sinni er ég
var að heiman, og ég hefi ekki fundið nema skrokk og skrokk
— óæta flesta. Pér viljið strax senda mig á sveitina. En —•
lifandi skal ég ekki lenda á sveitina. Peirrar ánægju vil ég ekki
unna yður.
Hann hló kulda og harðneskju hlátri.
> — Verið þér sælir sagði hann og greip hendina á verzlunar-
stjóranum, áður en hann gat komið í veg fyrir það. Og takið
þér eftir því, sem ég segi: ég og fjölskylda mín förum ekki á
sveitina —ekki lifandi. — Kúna getið þér látið sækja. En þér
ættuð að láta gera það sem fyrst — annars kann hún að sálg-
ast úr sulti. Og þér getið látið rífa kofana — ofan af skrokk-
unum. Og svo að endingu: gleðileg jól!
Stóri-Jón hristi hönd verzlunarstjórans svo fast, að hann varð
að taka á allri hörku sinni, til að verjast hljóðum. Hann hélt, að
hvert bein væri molað.
Stóri-Jón laut ofan að honum qg hvæsti framan í hann: