Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Qupperneq 76

Eimreiðin - 01.05.1914, Qupperneq 76
152 sýnir fram á, að hvergi liafi ættarbanáið á Norðurlöndum verið jafnveikt eins og einmitt á Islandi. {*ví þó reglurnar um manngjöldin í Baugatali í Grágás bendi á annað, þá sé það ekki að marka, því sögurnar sýni, að þeim reglum hafi aldrei verið fylgt á Islandi, og Baugatal hljóti því að vera leifar af eldri lögum, sem gilt hafi í Noregi áður en ísland bygðist, en aldrei náð festu á íslandi, þótt komist hafi inn í Ulfljótslög, ef það stafar þaðan, eins og flestir hafa hingað til ætlað. Sannar hún þetta með urmul af dæmum úr sögunum. í Baugatali sé ekki gert ráð fyrir, að vegandinn borgi n c i 11 af manngjöldunum, með því gengið sé út frá því, að hann sé skógangsmaður og því eignalaus. En sögurnar sýni, að það hafi sjaldan komið fyrir á íslandi, að maður, sem nokkuð átti undir sér, hafi verið dæmdur til skóg- gangs eða fé hans gert upptækt. Hans eina hegning hafi vanalegast verið fébætur, og þráfaldlega hafi hann aleinn borgað öll manngjöldin. í öðrum tilfellum hafi ein- hver einn eða tveir hinna nánustu ættingja (t. d. faðir, bróðir, tengdafaðir o. s. frv.) greitt öll manngjöldin, og stundum hafi goðinn, þótt alveg óskyldur væri veganda, greitt öll manngjöldin fyrir þingmenn sína. Og eins sé það vanalega einn maður (en ekki öll ættin) sem taki á móti manngjöldunum. Dæmin frá Sturlungaöldinni sýni ekki síður hið sama, og líku máli sé að gegna, þó litið sé lengra aftur í tím- ann, um landnámsöldina, sem bendi á, að reglunum í Baugatali hafi aldrei verið fylgt á Islandi, enda sýni saga landnámanna, að skilyrðin fyrir sterku ættarbandi hafi verið nauðalítil, þar sem ættirnar hafi jafnaðarlegast komið afarfámennar til Is- lands, og þessir fáu ættingjar numið land svo langt hvorir frá öðrum, að þeim hafi verið ómögulegt að halda saman eða halda uppi fornum ættarskyldum. Hina gildandi lagareglu viðvíkjandi manngjöldunum (sem líka komi betur heim við sögurnar) álítur fröken Phillpotts að sé að finna í Vígslóða, þar sem sagt er, að nánasti erfingi eigi að taka öll manngjöld eða vígsbætur. í*ar segir svo: »Bœtr allar um vígsakar eigo arftökumenn, hvárt sem þeir ero karlar eða konor, hvergi er sök sœkir eða hvergi sem aðili er. . . . Móðir á þriðjung af vígsbótum eptir börn sín skírborin við brœðr samfeðra ens vegna« (Kgsbk. I, 171). — »Vígsök ok svá bœtr hverfa svá í knéruuna sem erfð, þótt 1 maðr sé ór öðrum, en fleire ór öðr- um knérunne*. • (Kgsbk. I, 168). f*ar sem sumir hafi viljað halda því fram (til þess að þetta kæmi ekki í bága við Baugatal), að »vígsbœtr« þýddi hér sama og »réttr«, en ekki öll manngjöldin, þá sé þetta rangt; »vígsbœtr* tákni eins í lögunum, eins og í sögunum, sama og manngjöld, og þessir staðir sýni því, eins og svo margt fleira, að ekkert sé eftir orðið af hinum fornu ættarskyldum og ættarrétti að því er manngjöldin snertir. Síðan rannsakar höf. ættarband og ættarskyldur um öll Norðurlönd, um Norð- ur-í’ýzkaland og alt suður á Frakkland og eins á Englandi og verður niðurstaðan í stuttu máli þessi: í Danmörku finnast menjar ættarbandsins (í hinum forna skilningi) enn í byrj- un 17. aldar, og í Slésvík 100 árum lengur. fótt ættin hætti í Holtsetalandi líklega fyr en í Slésvík að taka þátt í manngjölduin, þá haldast þó aðrar menjar ættar- bandsins þar til loka 18. aldar og jafnvel fram á 19. öldina. Á Fríslandi út 15. öldina og í Hadeln, Bremen og kringum Hamborg álíka lengi, þrátt fyrir þær skorð- ur, sem löggjöfin reynir að reisa gegn því. í hinum nyrðri sveitum Mið-Þýzkalands finnast drög til ættarbandsins allan fyrri hluta miðaldanna, en í hinum syðri eru síðustu menjar þess frá 13. öld. A Hol- landi og í Belgíu sýnir ættarbandið sig í verki alla 15. öldina og jafnvel fram á þá 16., og í Picardie varla skemur. I Neustríu sjást menjar þess langt fram á 14. öld, og eins í Champagne. En í Normandíinu finnast þess aftur engin merki (sbr. Island).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.