Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 13
89
lummur í þá daga, þótti ekki lítið í varið. Ég var fljótari að drekka
en karlinn, og vildi þegar af stað, því hugurinn var í Stafholti. Mér
er enn í minni eftir 58 ár, hvernig karlinn gaut öðru auganu til mín,
út undan kaffibollanum; það var afmáluð hrygð og gremja, sem var
svo hlægileg, að mér var ómögulegt að veijast hlátri. Gremjan var af
því, að hann hélt, að annar bolli af kaffi mundi bíða sín, en bollinn
kom ekki; enda var það ekki siður þá, því kaffibollarnir voru hafðir
svo stórir í þá daga, að ég var búin að fá meira en nóg úr mín-
um bolla. Við vorum þá ein í stofunni, þegar þessu fór fram. Ég
stóð upp og vildi fara að týgja mig til ferðar, og fór fram í göngin,
en vissi ekki, hvert ég átti að halda. Á vinstri hönd var eldhús, og
þar var stúlka að þurka sokkana mína við eldinn, á nokkurskonar
hlóðagrind. Segir stúlkan mér þá, að þeir séu ekki nærri vel þurrir,
og vísar mér upp stiga; þar var snotur baðstofa, en lítil. í’ar sat hús-
freyja með barn í kjöltu. Ég þakkaði henni fyrir kaífið, og bað hana
að lofa mér að fara í strax, til þess að við gætum komist að Staf-
holti um kveldið. »Að Stafholti«, sagði konan, sþangað náið þið ekki í
kveld, hvort sem er. Ég fékk sokkana og fötin, og af stað fórum við,
og var okkur sagt, að lítið væri af miðmunda. Karlinn hafði aldrei
riðið eins hægt og þennan dag, og ég þeysti á undan, þar sem vegur-
inn var greiðfær; en þá gengu köllin, hvert ég ætlaði að fara, og hvort
ég ætlaði ein suður í Reykjavík. Ég fór oft af baki, en þegar karlinn
kom, fór ég á bak, og þá dundu þessi ergelsis orð úr honum. Mér
hafði aldrei leiðst eins og þennan dag. Þegar leið að aftni, fór hann
að kalla til mín, að fara hægt, því ekki lægi á; ég gegndi því, af því
ég hélt, að fyrir okkur væri á eða vatnsfall, og urðum við svo sam-
ferða nokkra stund, unz ég sá framundan mér húsabæ, ekki lítinn um
sig, en lágan í lofti. Framhjá þessum bæ ætlaði ég að ríða, en þá
er hrópað með grimdarrödd: »Stattu við, því hér skal staðar num-
ið; við gistum hérna«. Bærinn var Staðarhraun. Ég sagðist vilja
halda áfram, og gizkaði á, að það mundi vera líðandi miðaftan. Þá
sagði hann: »Mikil óvenja, það eru komin náttmál,« tók í tauminn
á hesti mínum, og þá skildi ég, að ég átti að hlýða. Síðan riðum við
heim á hlaðið, og sá ég, að margt fólk kom gangandi að bæjardyrun-
um, en staðnæmdist, þegar það sá, að við fórum af baki. Við sáum,
að það var heimilisfólk, af því það bar poka undir hendinni, sem sjá-
anlega var ull í, því það kom af stekknum, og þá var vani að rýja
féð um leið og ærnar voru látnar í stekkinn og lömbunum stíað; en
á morgnana var mjólkað af, áður en lömbunum var hleypt aftur til
ánna. Síðan gengum við heim að bænum og heilsuðum fólkinu. Ég
hélt, að þetta væri vinnufólk og þúaði það. í’á veit ég ekki fyrri til,
en ég fæ olnbogaskot, og segir Gísli við mig í lágum róm: »Þetta er
presturinn ;. Þá segir presturinn: »Það gerir ekkert til, það er ekki
von, að neinn þekki mig sem prest í þessum klæðnaði«. Presturinn
var síra Sveinbjörn, bróðir Pórðar háyfirdómara Sveinbjörnssonar. Fólk-
ið var annars alt illa búið, og ég man, að presturinn var í blárri peysu,
sem var bætt á olnbogunum. Síðan biður Gísli gistingar, og tók prest-
ur því vel, ef einhversstaðar væri hægt að kotra okkur, sem og satt
var, því aumari bæ hefi ég aldrei séð. Nú byrjar Gísli á sama for-