Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 57
133
— Faktorinn vill tala viö þig.
011 gleöi og eftirvænting hvarf úr huga Stóra-Jóns. Daufur
í bragði lyfti hann upp hleranum og gekk inn fyrir búðarboröiö.
Og hann hugsaði meö sér:
— Kertin - og brúðuna — — þaö fæ ég að minsta kosti
ekki.
Hann staðnæmdist rétt innan við skrifstofudyrnar.
—- í*ér skuldið tvö hundruð krónur, sagði verzlunarstjórinn
og leit upp.
Stóri-Jón kinkaði kolli.
— Hvenær hafið þér í hyggju að borga skuldina?
— Svo fljótt sem ég get, anzaði Stóri-Jón í lágum róm.
— Með öðrum orðum: aldrei. — Verzlunarstjórinn stóð á
fætur og rétti honum miðann. Svo bætti hann við:
— f*egar þér borgið, látum okkur segja: annað hundraðið,
þá skuluð þér fá það, sem stendur á miðanum — bæði kertin og
hitt, bætti hann háðslega við.
Svo alt í einu reiddist hann og sagði:
— En þangað til ættuð þér að minsta kosti að láta vera með
að kaupa óþarfa. Og í þetta skifti fáið þér ekki neitt.
Inn um dyrnar, sem lágu að íbúð verzlunarstjórans, kom alt
í einu lítil telpa, til aö sýna pabba sínum stóra brúðu, sem hún þeg-
ar hafði fengið í jólagjöf. Verzlunarstjórinn klappaði á kollinn á
henni, og skaut henni aftur út um dyrnar og lokaði hurðinni. Svo
settist hann rólegur við borðið, eins og hann veitti því enga eftir-
tekt, að Stóri-Jón fór ekki út og sýndi ekkert fararsnið á sér.
— Við erum allslaus heima fyrir, sagði Stóri-Jón loksins, í
lágum og hryggum róm. Og kýrin er að þorna.
Pað var langt á milli setninganna hjá honum. — Verzlunar-
stjórinn sat grafkyr yfir skriftum sínum.
— Og það er aðfangadagskvöld annaðkvöld.
Verzlunarstjórinn þaut upp eins og naðra.
— Hvað kemur mér það við. Eg á annríkt, maður! Farið
þér til oddvitans. Ef hann leyfir það, getið þér fengið vörurnar
út í hreppsreikninginn. Verið þér sælir.
Svo sneri hann við honum bakinu og settist aftur niður við
skrifboröiö. Stóri-Jón stóð fölur og titrandi á beinunum. Augu
hans brunnu af bæn og hatri í einu.
— Eg fer ekki til oddvitans, sagði hann og var þungt niðri