Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 23
99
hægri hönd. Hurðinni er lokið upp, og út kemurroskinn maður, al-
varlegur á svip, en fríður sýnum. Þá segir Gísli við mig í lágum róm:
sPetta er móðurbróðir þinn«. Og það segi ég satt, að svo var Gísli
hátíðlegur á svipinn, þegar hann var að afhenda mig þessum herra,
að vart geta sendiherrar verið hátíðlegri; því nú fann Gísli, hver hann
var, og segir: »Ég afhendi yður hérmeð, herra »landfýsíkus«, systur-
dóttur yðar, dóttur Jóns Daníelsens í Grundarfirði«. Undir eins og
móðurbróðir minn heyrði, hver ég væri, tók hann mig í fang sér og
kysti mig, því ég var svo lítil, að ég náði ekki upp til hans. Svo
kallar hann inn 1 stofuna. »Bína, Bína! hún Anna er komin*. Éá
heyri ég létt fótatak, og fram kemur dálítil kona, tekur mig í fang
sér og kyssir mig, og býður okkur inn í stofu. í’egar við vorum þang-
að komin, byijar Gísli að segja alla ferðasöguna frá upphafi til enda,
og bar mér þá vel söguna fyrir dugnað og úthald, svona ung og lítil;
en við því bjóst ég ekki, að hann mundi hæla mér svona mikið. Hann
sagði, að ég væri bæði syfjuð og þreytt, og væri búin að vaka meira
en sólarhring, og að blessað barnið þyrfti að sofa, »því hún erbarn*.
Nú bauð frúin mér alt, sem hugsast gat af heimsins gæðum, og
þar var alt á lofti, og gekk mikið á. Nú fann ég loks, að ég var að
þrotum komin af þreytu og svefni; leiðir frúin mig þá upp á loft, inn
í gestaherbergi, og segir, að hér geti ég sofið í næði. En rétt í því ég
ætlaði að fara að hátta, kemur dr. Jón Hjaltalín með Árna Thorsteins-
son, sem þá var búinn að fá Snæfellsnessýslu, og var hann þar kom-
inn til að kveðja, og var nú ferðbúinn vestur í Stykkishólm. En þeg-
ar hann heyrir, að ég væri komin, vill hann umfram alt fá að sjá mig,
svo hann gæti sagt foreldrum mínum, þegar hann kæmi vestur, að
hann hefði séð mig lifandi.
Nú hvíldi Gísli hestana í nokkra daga. Hann sagði við frú
Hjaltalín, að þarna fengi hún góða stúlku, þar sem ég væri, og hældi
mér á hvert reipi, en sagði, að ég væri heldur gömul, hún hefði átt að
taka mig á barnsaldri. Var nú annað hljóð komið í strokkinn hjá
Gísla, heldur en þegar við vorum á ferðinni suður. Karlgreyið! hvað
hann var fljótur að fyrirgefa mér stífnina forðum á Pyrli.
Eftir 3 daga fór Gísli af stað, og skrifaði ég foreldrum mínum, hvern-
ig ferðin hafði gengið suður, og bar Gísla vel söguna, þótt hann stund-
um væri stirður í lund, og ekki skemtilegur fylgdarmaður fyrir telpu-
grey á 17. árinu. Með næsta pósti fékk ég bréf frá foreldrum mín-
um, og sögðu þau, að þeim hefði orðið bilt við, þegar Gísli kom vest-
ur, og móðir mín spurði hann, hvernig mér liði, og hvernig mér hefði
litist á frú Hjaltalín og staðinn. fá sagði hún, að Gísli hefði sagt:
»Mikil óvenja! Ég get ekkert sagt nema það, að hún er í himnaríki«.
H segist móðir mín hafa sagt; »Er hún þá dauð?« En Gísli hefði
sagt, að það væri öðru nær, því ég væri komin í þann mesta sælu-
stað hér á jörðu, og frú Hjaltalín væri engill.
ANNA THORLACIUS.