Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 31
107
Pjóðverja I870—71 féllu af Pjóðverjum 41 þús. manna, en á Prúss-
landi einu deyja árlega 70—80 þús. manns úr lungnatæringu.
I Frakklandi er talið að hún drepi árlega 150 þús. manns eða
um 9 miljónir á síðustu 90 árum; það er 4^/2 sinnum fleiri en
stríðin og 22 sinnum fleiri en kóleran á sama tíma.
Svona mætti lengi halda áfram að telja og reikna; en alt ber
að sama brunni — berklaveikin er skæðasta drepsótt vorra tíma,
skæðasti óvinur mannkynsins á vorri öld. Samanlagt drepur hún
meira en miljón manna í Norðurálfunni árlega, og lungnatæringin
ein hefir þetta 10—18°/0 allra andláta á samvizkunni.
Sé litið til þess, hvernig þessi manndauði kemur niður á lönd-
þá var hlutfallið þannig um aldamótin síðustu:
Af hverri miljón íbúa dóu úr berklaveiki:
Á Englandi 1358 í Sviss 2031
1727 - Pýzkalandi 2245
1737 - Svíaríki 2310
1766 - Frakklandi 3023
I871 - Ungverjalandi 3184
1884 - Austurríki 3625
ín,
— Skotlandi
— Noregi
— Belgíu
— Italíu
— Hollandi
— Danmörku 1912
Rússlandi
3986
— írlandi
2029
Hvað segja nú þessar tölur oss?
fær segja oss fyrst og fremst það, sem flestum kemur sjálf-
sagt á óvart, að dánartalan fer alls ekki eftir þéttbýli landanna.
England og Belgía eru þéttbýlustu löndin í Norðurálfunni; þar
búa h. u. b. 200 manns á hverri ferröst, en í þeim löndum
deyja tiltölulega fæstir úr berklaveiki (Engl. i,35°/o0, Belgíu i,76°/0,,).
í’egar frá er skilinn Skandínavíuskaginn og Island, þá er aftur
á móti Rússland strjálbygðasta land álfunnar (19 menn á ferröst),
en þar er þó dánartalan langhæst (3,98 eða næstum 4°/00).
Ekki fer hún heldur eftir loftslagi eða landslagi, eins og oft
hefir verið álitið. Á Frakklandi er loftslag mildara enáEnglandi
og þó deyja þar í landi meira en helmingi fleiri menn af þúsundi
en á Englandi (Frakkl. 3,02°/00, Engl. i,35°/00), og Ítalía hefir
hærri dánartölu en Noregur, þótt ólíkur munur sé á loftslagi í
þeim löndum, eins og allir vita.
Það var lengi ætlun manna, að háfjallaloft væri góð vörn
gegn berklaveiki. Pá ætti hún að vera tíðari, þar sem láglent er
°g lágt yfir sjávarflöt, en í hálendum löndum. Og þó sýna töl-