Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 22

Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 22
98 var auðheyrt, að henni fanst ekki til húsanna. Presturinn kemur nú inn, og rekur í rogastans, að sjá mig þarna vera komna á fætur, og lá við, að hann atyrti konu sína fyrir að hafa vakið mig. Ég bað hann blessaðan að kenna henni ekki um það. Pá spurði hann, hvort ég væri búinn að fá nokkra næringu, því ekki mætti ég fara bæði svöng og syfjuð frá Mosfellli, og koma svo á mig komin í sjálfan höf- uðstaðinn, og bað konu sína að hraða sér að koma með mat. En ég sagði, að hún hefði altaf verið að troða í mig nýmjólk. Svo var farið að borða allskonar sælgæti; og meðal annars steikt kálfskjöt, og marg- ar tegundir af köldum mat, hangikjöti o. fl. Presturinn var altaf spaug- andi undir borðum; hann hefir víst verið kátur og skemtilegur maður. Hann fór nú að tala um, hvaða móttökur við mundum fá í höfuð- staðnum, og spurði Önnu, hvort hún ætlaði að verða »pía«. Nú fór að sjást móta fyrir Gísla i stofugáttinni; hann spurði allra auðmjúklegast með skjálfandi röddu, hvort ekki mætti fara að söðla hestana. Þá segir prestur: sNógur tími, Gísli minn, þær komast í höfuðstaðinn í dag, þó þær fari ekki hungraðar, þetta er enga stund riðið.« »Já, já«, sagði Gísli, »en ég verð að hugsaum hestana, að ég geti flutt þá í haga.« Því þar var hugurinn reyndar allur við, að vel færi um hestana; því Gísli var vandaður maður, þótt lundin væri nokk- uð stirð. Nú fórum við að fara af stað, og kvöddum hjónin innilega, og þökkuðum fyrir okkur, og riðum sem leið liggur ofan að Hellisánum (Elliðaánum). Datt mér þá í hug kýrnar hans Sigurðar fylgdarmanns Indriða úr »Pilti og stúlku,« en það var samt ekki hætt við, að ég væri þyrst, þegar ég kom frá Mosfelli, og svo langaði mig ekki til að kom- ast í illdeilur við kónginn. Síðan riðum við yfir Elliðaárnar, og eins og leið liggur ofan í Reykjavík, og hélt ég við hvert fótmál, að ég mundi reka mig á höfuðstaðinn, en það dróst furðanlega, og var þó Gísli altaf að segja, að nú fengjum við senn að sjá hana; en ég sá ekki einu sinni bóla á henni, og það þótti mér skrítið, því svo mikið barn var ég, að ég hélt það væri eins og í Grundarfirði, að mað- ur sæi bæinn áður en maður kæmi rétt að honum. Loksins sáum við einhverja trjónu standa upp í loftið, og sagði Gísli, að það væri Skóla- varðan. Svo steyptumst við alt í einu ofan bratta götu, sem Gísli sagði, að héti Bakarastígur, en nú heitir Bankastræti (og Laugavegur, er ofar dregur). Þá voru eigi fleiri hús fyrir ofan lækinn að norðan- verðu við stíginn, en Assessorshúsið og Landshöfðingjahúsið, það ég man, en hinumegin við stíginn að sunnanverðu stóð Arents-mylna og Bernhöfts-»bakarí«, elzta brauðgerðarhús á landinu. Nú héldum við ofan t bæinn, ótal króka, og spyr Gísli Önnu, hvar hún ætti að stíga af baki, og sagði hún, að hún vildi fara af baki hjá frú Sveinbjörnsen. Segir þá Gísli, að við ættum samleið, því stutt yrði millum okkar. Svo veit ég ekki fyrri til, en að hann segir mér að fara af baki við kálgarðshlið eitt, en inni í garði þessum var stórt hús með kvisti; og mér virtist það sem konungshöll; því ég var nú ekki vön stórbyggingum. Það var Egils Jónsens-hús. Eftir garðinum var breiður stígur, og kálgarður beggja megin. Upp að húsinu voru 7 steintröppur, og komum við upp í fordyrið, og ber Gísli að dyrum á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.