Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 17
93
tnér með báðum höndum, ekH síður en leiksystkin mín, þó gamall
væri, og leiddi mig til stofu, og kom þá prestskonan og fagnaði mér
vel. Þarna varð ég að vera um kyrt heilan dag; ég fékk ekki öðru
ráðið, þeim líkaði ekki veðrið, jafnvel þó alfært væri, einungis úða-
rigning. fann dag, sem ég dvaldi þar, leið mér vel, og var ánægð, en
samt fór ég að hugsa um að komast álengdar. Nú fóru að síga brýr
á Gísla karli, honum þótti nóg um þessa dýrð. Eins og áður er tek-
ið fram, var ég mjög ánægð, því leiksystur mínar gerðu mér alt til
skemtunar, sem þær gátu, og sýndu mér alt, sem þær höfðu eignast
úr Reykjavík, síðan þær fluttust suður; og í þá daga þótti mikið var-
ið í silkilklúta með skýjabekkjum; en hvorki sýndu þær mér slipsi, fest-
ar, úrkeðjur, úr eða armhringi, né neitt, sem hégóma má kalla. Ekki
tóku þær það, sem þær sýndu mér, upp úr kommóðum, nei, upp úr
kistum tóku þær það.
Daginn eftir var komið bezta veður, þá vildi síra Einar, að Sig-
urður sonur sinn fylgdi mér að Hvítá, og það gerði hann, en báðar
leiksystur mínar fylgdu mér á veg. Svo kom nú skilnaðarstundin, og
hurfu þær heim aftur. f’egar ég kvaddi síra Einar, sagði hann, að
hann mundi varla sjá mig aftur. Þess skal getið, að i Stafholti þurfti
Gísli ekki að viðhafa sinn gamla formála, því þar kom ég til vina
minna, sem þektu alt vel.
Nú 'komum við að Hvítá, og fórum yfir hana á Þingnesferju, og
riðum sem leið liggur yfir Hestháls, og um þveran Skorradal, yfir
Dragháls og um þveran Svínadal, yfir Ferstikluháls að Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd. Þar bjó þá síra Þorgrímur Thorgrímsen, og var ég þar
alveg ókunnug, svo nú kom til kasta Gísla að tala, enda byrjaði hann
á sama formálanum, sem hann var vanur: »Þessi stúlka er systurdótt-
ir dr. Jóns Hjaltalíns* o. s. frv. Þennan formála sagði hann við Stein-
unni dóttur prestsins, er út kom að taka á móti gestum. Þegar hún
hafði hlustað á þennan Gísla-formála, bauð hún mér til stofu. Þar tók
á móti mér presturinn, kona hans og tvær dætur, Jakobína og Anna.
Brátt kyntist ég þessum tveimur yngri, því þær voru á líkum aldri og
ég. Ekki þótti mér presturinn fríður, hann var hrikalegur, en prests-
konan var aftur á móti ljómandi falleg, skrafhreifin og viðkunnanleg,
sem ekki var heldur að furða, því hún var systir Helga biskups. Síðar
undraðist ég það ekkert, þegar ég kyntist Helga biskupi og syni hans,
síra Stefáni. í Saurbæ var mjög gott að koma, og þar borðaði ég
hænsaegg, ásamt mörgu öðru sælgæti, því nóg var að sjá til, þar var
ekki búsvelta. Nýmjólkina átti ég að þamba eins og ég gat í mig komið.
En eitt þótti mér undarlegt, að enginn borðaði með mér, nema presturinn.
Þegar borð voru upp tekin, kom prestskonan inn og fer að tala
við mig um það, að ég ætli suður í Reykjavík til dr. Jóns Hjaltalíns
móðurbróður míns, en sig langi l(ka svo mikið til, að einhver af dætr-
um sínum færi suður, til að mynda Anna; og spurði mig, hvernig mér
litist á það. Ég hugsaði mér strax til hreyfings, að fá samfylgd, og
eggaði hana á það, eins og ég gat, að láta Önnu fara suður. Þá
kom það upp úr dúrnum, að Anna var hálfvistuð þar, hjá Hannesi
sál. Árnasyni. Síðan fer prestskonan að taka föt upp úr kistu, tvenn
■eða þrenn klæðisföt lír eggskurmaklæði, og öll voru pilsin fóðruð upp
7