Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 64

Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 64
140 hatin þekki söguna um ferðalag þeirra Steenstrúps, er þeir þrí- mentu á hryssunni yfir ósinn og höfðu tóuskinn fyrir áreiði (sbr. Eimr. XX, 65). — En hvort sem menn nú þykjast hafa nægileg- ar skýringar eða ekki, þá er ekki nema sjálfsagt að halda öllu því til haga, sem finnast kann eftir »listaskáldið góða« — hvort sem það er á dönsku eða á »ástkæra, ylhýra málinu, og allri rödd fegra, blíð sem að barni kvað móðir á brjósti svanhvítu*. V. G. Ritsjá. f’ORSTEINN ERLINGSSON: EIÐURINN. Kvæðaflokkur. Rvík 1913. Petta er bók, sem menn hafa lengi þráð og allir hlakkað til að sjá. Að minsta kosti allir þeir, sem lesið hafa þau kvæðin úr »Eiðn- um«. sem birt voru í 1. og 2. árg. Eimreiðarinnar. Því þau kvæði voru svo snjöll, að þau hlutu að vekja hvers manns aðdáun, — hvers þess, »er nokkurt skdldskaparvit hefir«. Og jafnvel hinna líka. f’ví þar var ekkert moldviður eða myrkur, heldur alt ljóst og auðskilið hverjum manni. Og svo þetta óviðjafnanlega fjör og gletni, eins og t. d. í því kvæðinu, sem nú er kallað »Til feðranna« (er jafnast við beztu kvæðakaflana í »Don Juan« Byrons), þessi dansandi, leikandi lipurð, eins og t. d. í »Álfar«, og þessi unaðslegi yndisleikur, eins og t. d. í »Ragnheiður«. Önnur eins ljóð eru ekki á hverju strái, og því von, að þá þyrsti í meira, sem fengið hafa teig af slíkum unaðsdrykk. Og nú er hún loks komin, þessi margþráða bók, »Eiðurinn«. Og þó ekki komin, því það er ekki nema fyrri parturinn; allan seinni helminginn vantar enn. Og meðan hann er ókominn, er ekki unt að dæma um bókina í heild sinni sem söguljóð. En vonandi er, að menn verði nú ekki látnir bíða önnur 20 árin eftir honum, eins og eftir þessum fyrra parti (sem á var byijað fyrir hérumbil 20 árum), enda sagt, að hans sé von nú í vor, og óskandi að ekki reynist flugu- fregn. f’egar hann er kominn, verður tækifæri til að minnast betur á bókina í heild sinni og dæma gildi hennar yfirleitt. 1 þessum fyrra parti kveður mest að gömlu kunningjunum, snild- arkvæðunum alþektu. Ekkert af nýju kvæðunum jafnast á við þau, og sum virðast jafnvel fremur benda í þá átt, að farið sé að kólna í gígnum og gosin ekki orðin eins tíð Og fyrir kemur það, að manni finst eins og f\ E. sé farinn að »smittast« af Einari Benediktssyni, og farinn að yrkja svo myrkt, að erfitt reynist að skilja. En sem betur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.