Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 32
io8
ur þær, sem tilfærðar eru hér aÖ framan, að berklaveikin er sjald-
gæfari í Hollandi og Danmörku — láglendustu og flötustu lönd-
um álfunnar, heldur en í Sviss, sem er hálendast allra landa í
Norðurálfunni og hæst yfir sjávarmál.
Hvað kemur til að berklaveikin hagar sér svona hjákátlega,
ef svo mætti að orði komast, og ólíkt flestum öðrum sjúkdómum
í því, að gera minst tjónið, þar sem þéttbýlið er mest og sam-
neyti manna því mest innbyrðis? Margt stuðlar eflaust að því,
að svo er, sem tölurnar og skýrslurnar bera vott um. Fyrst og
fremst mismunandi menning þjóðanna, dáð þeirra og líkamsþrótt-
ur, efnahagur, lifnaðar- og hollustu-hættir. Alt þetta er t. d. á
háu stigi á Englandi, en á lágu stigi á Rússlandi. En mestu ræð-
ur þó eflaust um útbreiðslu veikinnar, hverjum tökum hún er tek-
in í hverju landi fyrir sig og hve kröftuglega menn berjast gegn
útbreiðslu hennar. M. ö. o.: Eað er aðallega barátta þjóð-
anna gegn b erklaveikinni, sem mestu ræður um út-
breiðslu hennar, en ekki eðlishættir landanna né ásigkomulag.
Þar sem þessi barátta héfir staðið lengst og er komin í bezt
horf, þar er tala þeirra, sem deyja úr berklaveiki lægst, eins og
á Englandi; þar sem menn eru komnir skemst á veg í þessu
efni, eins og á Rússlandi, þar er ddnartalan hæst.
BARÁTTAN GEGN BERKLAVEIKINNI.
Baráttuna gegn berklaveikinni má greina í tvo aðalflokka:
1. Almennar varnir, sem gerðar eru af hálfu hins opin-
bera eða með samtökum og félagsskap. Undir þennan flokk má
heimfæra löggjöf og stjórnarvaldafyrirskipanir, er að þessu lúta,
fræðslu almennings um veikina, sem kostuð er af almannafé, fé-
lagsstofnanir og heilsuhæli.
2. Einsíaklingsvarnir tel ég alt það, sem'hver einstakling-
ur gerir til að verja sig og sitt heimili fyrir veikinni, t. d. með góðu
nægilegu viðurværi, hreinlæti, bættum húsakynnum, nægilega björt-
um og loftgóðum, herðing líkamans með fimleikum, böðum o. s. frv.
P. e. m. ö. o. almennar heilsufræðisreglur, og verður ekki farið
nánar út í þær hér.
Almenningsvarna gegn berklaveiki verður fyrst vart á Eng-
landi. Árið 1791 var reist þar sjóbaðstöð fyrir 220 kirtlaveikis-
sjúklinga, og 1814 hið kgl. sjúkrahús í Lundúnum fyrir 175 brjóst-
veika menn. Síðan 1840 hefir hvert berklaveikishúsið á fætur