Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 4

Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 4
8o 5. UM NÝJAR PLÖTNUTEGUNDIR. Mörgum lesendum Eimreiðarinnar mun kunnugt, að framleiða má nýjar tegundir jurta — eigi síður en dýra — með kynblönd- un og úrvali. En oft er það seinunnið verk og vandasamt; því hinum nýju tegundum hættir mjög til að kippa í fornt kyn. Fyrri hluta aldarinnar, sem leið, var uppi franskur garðyrkju- maður, sem hét Louis de Vilmorin, og var hann brautryðjandi í þessari vísindagrein. Er einkum frægt orðið, hvernig hann end- urbætti sykurrófuna. Fyrir hans daga voru ekki í henni nema 5—7°/° af sykri, en með því að láta jafnan þær rófur, sem mest- ur var sykurinn í, bera fræ, og af þeirra afkomendum þær, sem beztar voru, og svo koll af kolli, tókst honum að framleiða syk- urrófutegund, sem í voru 10—i4°/o af sykri, þ. e. helmingi meira en var í hinni upprunalegu tegund. Pessu úrvali hefur verið hald- ið áfram eftir daga Vilmorins, og eru nú til rófutegundir, sem í eru 18—20°/o sykurs. Aðferðin við kynblöndunina er þessi, þegar um tvíkynja jurt er að ræða: duftberarnir eru teknir burt af blóminu, sem kyn- blöndunin á að fara fram í, áður en þeir opnast, og er pappírs- poki hafður bundinn yfir blómið, unz duftvegurinn er hæfilega þroskaður; þá er borið á hann duft úr hinu blóminu, sem til kynblöndunarinnar er ætlað, og er svo á ný bundinn pappírspoki yfir blómið, svo eigi beri skordýr duft þangaö. Sjaldan fæst hinn þráði árangur með einni kynblöndun, heldur þarf hún oftast fram að fara við hverja plöntukynslóðina fram af annarri, áður en var- anleg tegund fæst. Nýjar og varanlegar tegundir má einnig fá með græðlingum (afleggjurum). Flestar plöntur hafa það til, að breyta um lit eða lag, blóma eða blaða, á einni eða fleirum af greinum sínum, og heldur greinin oftast þessum frábrugðnu einkennum, þó hún sé skorin af, og látin festa rætur, sem sjálfstæð planta, svo og þeir græðlingar, sem af henni eru síðar teknir. Sjálfur hef ég séð tvær nýjar tegundir fæðast á þenna hátt undir hendi garðyrkjumanns: hvít chrysanthemumblóm út af ljósrauðri tegund, og rósartegund, sem var helmingi hraðvaxnari og bar meira en helmingi lengri sprota en tegundin, sem hún var komin af. Kyn þannig mynd- aðra tegunda má þó aðeins auka með græðlingum; sé sáð fræi þeirra, kemur fram hin upprunalega tegund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.