Eimreiðin - 01.05.1914, Síða 4
8o
5. UM NÝJAR PLÖTNUTEGUNDIR.
Mörgum lesendum Eimreiðarinnar mun kunnugt, að framleiða
má nýjar tegundir jurta — eigi síður en dýra — með kynblönd-
un og úrvali. En oft er það seinunnið verk og vandasamt; því
hinum nýju tegundum hættir mjög til að kippa í fornt kyn.
Fyrri hluta aldarinnar, sem leið, var uppi franskur garðyrkju-
maður, sem hét Louis de Vilmorin, og var hann brautryðjandi
í þessari vísindagrein. Er einkum frægt orðið, hvernig hann end-
urbætti sykurrófuna. Fyrir hans daga voru ekki í henni nema
5—7°/° af sykri, en með því að láta jafnan þær rófur, sem mest-
ur var sykurinn í, bera fræ, og af þeirra afkomendum þær, sem
beztar voru, og svo koll af kolli, tókst honum að framleiða syk-
urrófutegund, sem í voru 10—i4°/o af sykri, þ. e. helmingi meira
en var í hinni upprunalegu tegund. Pessu úrvali hefur verið hald-
ið áfram eftir daga Vilmorins, og eru nú til rófutegundir, sem í
eru 18—20°/o sykurs.
Aðferðin við kynblöndunina er þessi, þegar um tvíkynja jurt
er að ræða: duftberarnir eru teknir burt af blóminu, sem kyn-
blöndunin á að fara fram í, áður en þeir opnast, og er pappírs-
poki hafður bundinn yfir blómið, unz duftvegurinn er hæfilega
þroskaður; þá er borið á hann duft úr hinu blóminu, sem til
kynblöndunarinnar er ætlað, og er svo á ný bundinn pappírspoki
yfir blómið, svo eigi beri skordýr duft þangaö. Sjaldan fæst hinn
þráði árangur með einni kynblöndun, heldur þarf hún oftast fram
að fara við hverja plöntukynslóðina fram af annarri, áður en var-
anleg tegund fæst.
Nýjar og varanlegar tegundir má einnig fá með græðlingum
(afleggjurum). Flestar plöntur hafa það til, að breyta um lit eða
lag, blóma eða blaða, á einni eða fleirum af greinum sínum, og
heldur greinin oftast þessum frábrugðnu einkennum, þó hún sé
skorin af, og látin festa rætur, sem sjálfstæð planta, svo og þeir
græðlingar, sem af henni eru síðar teknir. Sjálfur hef ég séð tvær
nýjar tegundir fæðast á þenna hátt undir hendi garðyrkjumanns:
hvít chrysanthemumblóm út af ljósrauðri tegund, og rósartegund,
sem var helmingi hraðvaxnari og bar meira en helmingi lengri
sprota en tegundin, sem hún var komin af. Kyn þannig mynd-
aðra tegunda má þó aðeins auka með græðlingum; sé sáð fræi þeirra,
kemur fram hin upprunalega tegund.