Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 6
82
tegundar, en þaö, sem upp vex, annarrar. Aöferð þessi er nálega
eingöngu notuð við trjákendar plöntur, og hepnast eigi nema á
skyldum tegundum, og verður sú planta, sem á annarlegri rót vex,
varla jafngömul og ella.
Viðkvæmar tegundir má láta vaxa í lélegri jarðvegi og kald-
ara loftslagi, en þær eiga að venjast, með því, að láta þær vaxa
á rótum harðgerðari tegunda. T. d. eru steinfíkjur látnar vaxa á
plómu-rótum hér í Danmörku. Kirsiberjatré þrífast illa, þar sem
jarðvegurinn er leirkendur, og eru þau því, þar sem jarðvegurinn
er þannig, látin vaxa af rótum af mahahaleb, sem þolir leirkenda
jarðveginn. Sumar perutréstegundir bera betri ávöxt, þegar þau
vaxa á kveðurót o. s. frv. Pað er heil fræðigrein innan garðyrkju-
fræðarinnar, sem segir um, á hverskonar rótum hinar ýmsu ávaxta.
tegundir vaxi bezt eða verði ljúffengastar, í mismunandi jarðveg;
eða loftslagi. Ágræðsla er viðhöfð til þess, að fá lágvaxin ávaxta-
tré (til ræktunar í gróðurhúsum), og mörg er önnur notkun að-
ferðar þessarar, sem hér yrði oflangt upp að telja.
Pess má geta, að Fönikíumenn kunnu ágræðslu, og líklegast
hafa Grikkir og Rómverjar einnig þekt hana. En á miðöldunum
féll hún í gleymsku eða gleymdist alveg, svo sem margt annað
gott á þeim tímum. fað var fyrst undir lok 17. aldar, að farið
var á ný að nota hana að nokkru ráði.
8. HVAÐ PARF AÐ GERA?
Við þurfum fyrst og fremst að eignast öflugar gróðrarstöðvar
hér og þar um landið. Því það eitt, að rannsaka hvaða ræktar-
tegundum útlendum (fóðurjurtum, matjurtum, aldinum) við getum
haft gagn af, og hvaða afbrigðum hverrar tegundar má mest gagn
að verða í hverjum landshluta, er geysimikið verkefni. Par við
bætast svo tilraunirnar við að framleiða nýjar tegundir.
Fáeina menn munum við eiga, sem færir eru um að fást við
þetta, en við þurfum að eignast fleiri. Alþingi þarf því, jafnframt
því að veita ríflega fé til gróðrarstöðva, að veita fararfé nokkrum
efnilegum búfræðingum, til þess að kynna sér mál þetta í Svíþjóð
og Danmörku.
Við höfum ekki, eins og Bandamenn, ráð á að senda menn í
jurtaleit til annarra landa, en þess þarf heldur ekki með, ef við
erum úti um okkur. En jafnframt því og við höfum áhuga á að