Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 3
79
leiddi hann af skógarjarðberjategund einni nyrzt úr Norður-Ame-
ríku og viðkvæmari ræktartegundum nýja tegund, sem var eins
harðger og villijurtin, en bar ber sem bezta ræktartegund ^).
Ýms önnur aldini endurbætti Hansen, og varð það til þess, að gjör-
breyta á fáum árum aldinarækt í norðurhluta Bandaríkjanna.
Um þessar sömu mundir kvörtuðu bændur í hinum kaldari
landshlutum ríkjanna undan því, að kaldir, en snælausir, vetrar, sem
þá gengu, eyðilegðu fyrir þeim aðal-fóðurjurt þeirra lúsernuna, svo
oft varð horfellir, og höfðu íbúar landshluta þessarra •— sem að
samanlögðu voru margfalt stærri en alt Island, — í ráði að flytja
alveg burt úr þeim. Landbúnaðarráðaneytið leitaði þá ráða hjá
Hansen, og sagði hann, að úr þessu mundi mega bæta, ef hægt
væri að finna harðgerða villitegund af lúsernum, og framleiða
kynblending af þeirri tegund og ræktartegund. Hansen vissi, að
lúsernan hafði fluzt til Evrópu austan úr Evfrat-dal, nálega 500
árum f. Kr. (en til Ameriku var hún komin frá Evrópu), og álykt-
aði af ýmsum atvikum, sem hér er slept, að forfaðir hinnar rækt-
uðu lúsernu mundi eiga heima, sem villijurt, einhverstaðar í Norð-
ur-Asíu (eða jafnvel Norður-Evrópu) og mundi harðger. Banda-
ríkjastjórnin gerði hann nú út, til þess að finna þessa væntanlegu
harðgerðu lúsernutegund, og var hann samtals í tólf ár í þeirri
leit. Lá leið hans og förunauta oftast um óbygðir, og lentu þeir
í margvíslegum hrakningum, en loks fundu þeir lúsernur, og eigi
minna en þrjár tegundir; það var í norðvesturhluta Kínaveldis,
nálægt Kuldja.
Eftir heimkomu sína tókst Hansen að framleiða nýjar lúsernu-
tegundir, sem eru eins harðgerðar og villitegundirnar, en þó jafn-
framt góðar fóðurjurtir, og er talið, að þessar nýju lúsernutegundir
hafi gert jarðeignir í Bandaríkjunum samtals 2000 miljónum
króna verðmeiri, en þær voru áður.
Auk lúsernanna hafði Hansen ýmsar aðrar plöntur með sér
úr ferðalaginu. Er einkum getið smárategundar einnar, sem ætlað
er, að mikið gagn muni verða að síðar.
x) Jarðberjategund sú, sem á íslandi vex (fragaria vesca), vex einnig í
Norður-Ameríku, og má vel vera, að það haíi verið af henni að Hansen framleiddi
hina nýju tegund. (Danir kalla f. vesca skógar-jarðber).