Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Síða 42

Eimreiðin - 01.05.1914, Síða 42
Ég ímynda mér, að allar fornþjóðir hafi haft að meira eða minna leyti skýra trú á guðlega opinberun. Babýlóningar trúðu því, að alt, sem bar við á jörðunni, væri skuggsjá-myndir himneskra viðburða. En á hinn bóginn er kvartað yfir því í babýlónskum sálmi, að enginn fái full skil fyrir skoðun guðanna á góðu og illu. Beir trúðu á opinberun, en þeim þótti hún eigi ljós, að því er siðfræði snertir. Gyðingdómur og kristindómur telja sig sérstaka guðlega op- inberun, en neita því ekki, að guð hafi opinberast öðrum. Páll segir: »Pað, er vitað verður um guð, er augljóst á meðal þeirra (heiðingjanna), því að guð hefir birt þeim það« (Róm i. 19). Djúpvitrustu hugsanir mannanna standa í sérstöku sambandi við guð. Opinberanir þær, er þeir Hammúrabí og Móse byggja lög sín á, verða að skoðast í ljósi lífsreynslunnar og sögunnar, svo hægt sé að sjá, hvort þær séu það, sem þær þykjast vera. Lítum fyrst á mennina, sem taka á móti opinberuninni. Móse beygir sig djúpt fyrir guði, gengur sjálfur til hliðar og læt- ur guð tala. Hammúrabí er stórorður, hrósar sjálfum sér, stór- virkjum sínum og viturlegum lögum. Hér eru tvær ólíkar af- stöður gagnvart guðdómnum. Líti menn á efni laganna, þá finna menn hjá Hatnmúrabí hyggilegar og góðar hugsanir. En Móselögin bera fram fyrir samvizkuna vitnisburð, sem er meiri en mannlegt mál. I Assúrbanípals-bókasafni eru brot af Hammúrabí-lögum í eftirriti. Mörg eftirrit virðast hafa verið tekin af lögunum. Og stóri steinninn er líklega fyrirmyndar-eintak af eftirritum þessum. Pað er því eigi framar ólíklegt, að Jósva hafi látið rita á steina eftirrit af Móse-lögum Qós. 8. 32). Hammúrabí-lögin hafa sjálfsagt verið kunn eigi að eins í Ba- bel, heldur og umhverfis í öðrum löndum, alla leið vestur að hafi. Abraham og hinir ættfeðurnir virðast hafa haft lög. Sum atriði í sögu þeirra minna á það. Hammúrabí segir í 146. gr.: »Maður nokkur hefir tekið sér konu og hún hefir gefið mannin- um þernu, og þernan hefir átt barn. Pernan telur sig jafna hús* móður sinni. Húsmóðirin má ekki selja hana fyrir peninga, sakir þess að þernan hefir átt barn. En húsmóðirin skal setja þræls- merki á hana og telja hana með ambáttum.« Petta minnir á Söru og Hagar og virðist hafa verið lög í húsi Abrahams.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.